Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 09:13 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Á þriðja þúsund BSRB-félaga leggja niður störf víðs vegar um landið í dag. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38