Ótrúleg dramatík þegar Royal Antwerp vann fyrsta meistaratitilinn í 66 ár Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 23:00 Mark Van Bommer knattspyrnustjóri Royal Antwerp og hetjan Toby Alderweireld fagna meistaratitlinum. Vísir/Getty Toby Alderweireld er líklegast kominn í hóp elífðarhetja hjá belgíska félaginu Royal Antwerp. Hann tryggði liðinu í dag belgíska meistaratitilinn með marki á síðustu mínútu í leik gegn Genk. Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti. Belgíski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti.
Belgíski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira