Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2023 21:06 Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi. Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það var skólastjóri skólans og bæjarstjóri Árborgar, sem kipptu á borðann með aðstoð tveggja nemenda skólans við vígslu skólans í gær, 1. júní. Nú eru nemendur í 1. til 5. bekk í skólanum og hafa verið frá 22. mars síðastliðnum, alls um 170 nemendur og næsta skólaár verður 1.-6. bekkur. Haustið 2024 verður 1.-7. bekkur kominn í skólann og 2. áfangi vonandi tilbúinn. Nýi skólinn, sem er fjórði grunnskólinn í Árborg er allur hinn glæsilegasti. „Stekkjaskóli er teymiskennsluskóli má segja þar, sem hver árgangur hefur sitt svæði. 30, 40 til 50 börn á svæðinu með tvo til þrjá umsjónarkennara þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum,“ segir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri. Og framhaldið leggst vel í þig eða hvað? „Já, já, framhaldið leggst vel í mig. Nú erum við komin á okkar stað, nú höldum við áfram uppbyggingunni, við erum rétt að byrja.“ Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem er með um 170 nemendur og 35 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur 1. bekkjar sungu fyrir gesti við vígsluna. Nemendur í 1. bekk sungu fyrir gesti við vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er glæsileg bygging og ekki bara glæsileg, það er líka svo gott að vera hérna, góð hljóðvist og einhvern veginn tekur utan um mann. Og auðvitað er þetta bara vaxandi samfélag og þess vegna er þetta mikið ánægjuefni og gleðiefni að geta opnað þennan skóla og tekið vel á móti öllum börnunum okkar, okkar fremsta fólki,“ segir Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. En hvað segja nemendur nýja skólans á Selfossi, hvað er skemmtilegast við Stekkjaskóla? „Frímínútur, frímínútur, frímínútur“ sögðu nokkur þeirra í kór. Nokkrir hressir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira