„Ég verð ekkert rosalega stressuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2023 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fer einbeitt inn í úrslitaleikinn gegn Barcelona í dag. Getty/Boris Streubel Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins. Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira