Innlent

Rúss­ar reið­ir Skot­fé­lag­i Hús­a­vík­ur vegn­a mynd­ar af Pút­ín

Samúel Karl Ólason skrifar
Mik­haíl V. Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi.
Mik­haíl V. Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Arnar

Forsvarsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi eru ósáttir við það að mynd af Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu á Facebooksíðu Skotfélagsins. Andlit forsetans var notað í auglýsingu fyrir mót og var hún birt í gær.

Í yfirlýsingu á Facebook segir sendiráðið að litið sé á myndina sem móðgun við þjóðarleiðtoga Rússlands. Þá sé birting hennar brot á siðferðisviðmiðum íþróttahreyfinga. Í yfirlýsingunni var þess krafist að myndin yrði fjarlægð, sem virðist hafa verið gert.

Þá segir í yfirlýsingu sendiráðsins að forsvarsmenn þess áskilji sér þess réttar að krefjast þess af íslenskum yfirvöldum að þau opinberi afstöðu þeirra gagnvart þessari „blygðunarlausu“ .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×