Segir ákvörðunina alfarið hans eigin Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari í febrúar 2020 til fimm ára. vísir/Steingrímur Dúi „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. „Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira