Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 23:33 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023 Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023
Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20