Fótbolti

Ron­aldo meðal stjarna Portúgal sem mæta til Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Portugal v Liechtenstein - UEFA EURO 2024 Qualifiers LISBON, PORTUGAL - MARCH 23: Cristiano Ronaldo of Portugal celebrates a goal during the UEFA EURO 2024 qualifying round group J match between Portugal and Liechtenstein at Estadio Jose Alvalade on March 23, 2023 in Lisbon, Portugal. (Photo by Stringer/Anadolu Agency via Getty Images)
Portugal v Liechtenstein - UEFA EURO 2024 Qualifiers LISBON, PORTUGAL - MARCH 23: Cristiano Ronaldo of Portugal celebrates a goal during the UEFA EURO 2024 qualifying round group J match between Portugal and Liechtenstein at Estadio Jose Alvalade on March 23, 2023 in Lisbon, Portugal. (Photo by Stringer/Anadolu Agency via Getty Images)

Rober­to Martinez, lands­liðs­þjálfari Portúgal, hefur opin­berað lands­liðs­hópinn sem leikur gegn Ís­landi og Bosníu í júní. Cristiano Ron­aldo er í leik­manna­hópnum og mun mæta á Laugar­dals­völl.

Ís­land og Portúgal mætast í undan­keppni EM 2024 á Laugar­dals­velli þann 20. júní næst­komandi.

Martinez hefur valið afar sterkan lands­liðs­hóp fyrir komandi verk­efni en auk Ron­aldo er þar að finna stór­stjörnur á borð við Joao Felix (Chelsea), Diogo Jota (Liver­pool), Bruno Fernandes (Manchester United), Bernar­do Silva og Ru­ben Dias (Manchester City) sem og Joao Cancelo (Bayern Munchen).

Ís­lenski lands­liðs­hópurinn fyrir verk­efnið hefur ekki verið opin­beraður.

Portúgal situr á toppi J-riðils um þessar mundir með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Liðið hefur skorað tíu mörk og á enn eftir að fá á sig mark.

Ís­land situr í 4. sæti með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Liðið tapaði gegn Bosníu & Herzegovinu í fyrstu um­ferð en vann síðan sann­færandi sigur á Liechten­stein í annarri um­ferð.

Komandi lands­liðs­verk­efni verður fyrsta verk­efni Ís­lands undir stjórn nýja lands­liðs­þjálfarans Åge Hareide.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×