Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 12:19 Svafar segir það mikið högg fyrir ferðaþjónustuna í Grímsey að Sæfari skuli hafa ílengst í slipp. Aðsend Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar. Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar.
Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira