Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 10:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir nauðsynlegt að ríkið og vinnumarkaðurinn stígi upp í baráttunni við verðbólgu og verðbólguvæntingar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira