„Við erum gapandi á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2023 20:34 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. vísir/bjarni Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira