Viðskipti innlent

Kveður Borgar­verk eftir átta ára starf og ráðin til FSRE

Atli Ísleifsson skrifar
Stefanía Nindel
Stefanía Nindel FSRE

Stefanía Nindel hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða hjá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum. Hún hóf störf í upphafi mánaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FSRE. Þar segir að Stefanía sé með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja og sé viðurkenndur stjórnarmaður. 

„Hún kemur til starfa frá Borgarverki þar sem hún var síðastliðin átta ár, síðast sem sviðsstjóri fjármálasviðs. Þar áður starfaði hún sem rekstrarstjóri hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði og sem fjármálastjóri hjá Menntaskóla Borgarfjarðar. 

Stefanía starfaði jafnframt meðfram öðrum störfum sem kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún kenndi rekstraráfanga. 

Í störfum sínum á sviði fjármálastjórnunar hefur Stefanía reynslu af helstu viðfangsefnum fjármála og haft m.a. umsjón með áætlanagerð, greiningum, uppgjörum og mannauðsmálum. Þá hefur hún komið að innleiðingu og þróun stafrænna lausna og fjármögnun framkvæmda og tækja.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur það hlutverk að skapa og viðhalda aðstöðu sem nýtist fyrir þjónustu ríkisins við borgarana. Í því felst að halda utan um eignasafn ríkisins, 530 þúsund fermetra húsnæðis auk landa og auðlinda sem ríkið á. Einnig í því að meta þörf á endurbótum og nýrri aðstöðu. FSRE rekur leigutorg fyrir ríkisaðila og heldur utan um byggingu nýrrar aðstöðu fyrir þjónustu ríkisins. Meðal aðstöðu sem FSRE hefur umsjón með eru framhaldsskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrahús á landsbyggðinni, skrifstofuhúsnæði stjórnsýslu og undirstofnana, fangelsi og húsnæði menningarstofnana,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×