Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. maí 2023 15:00 Sigurður Kári segir síðuna hafa vakið óhug vegna fjölda skotárása í Bandaríkjunum. LLG Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. Bandarísku gyðingasamtökin Anti Defamation League, ADL, hafa farið fram á að lagt verði lögbann á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Síðan kallast The Mapping Project og er hýst hjá íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984 en ADL telur efni síðunnar hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts fylki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Óhugur vegna skotárása Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður ADL, segir lögbannskröfuna gerða á grundvelli hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis og skemmdarverka. Málið verður þingfest á miðvikudag en sýslumaður hafði áður hafnað kröfunni. „Þetta hefur vakið mjög mikinn óhug þarna á svæðinu vegna þess að, eins og fólki hefur tekið eftir, þá hefur skotárásum á almenna borgara í Bandaríkjunum, svo sem í Texas og Pittsburgh, fjölgað mjög. Umbjóðendur mínir telja að þetta sé liður í því að kynda undir slíkt ofbeldi,“ segir Sigurður. Um fimm hundruð heimilisföng eru skrásett á síðunni.Skjáskot Margsinnis hafa komið upp mál þar sem ólögleg eða vafasöm netstarfsemi hefur verið hýst hjá íslenskum hýsingaraðilum. Meðal annars var vefsíða hryðjuverkasamtakanna ISIS hýst hjá íslenska fyrirtækinu Orange Website. Einnig hafa nýnasistar og fjársvikarar fundið hæli hjá íslenskum hýsingaraðilum á undanförnum árum. Sigurður Kári segir að málið kunni að vera prófmál. „Íslenskir hýsingaraðilar þurfa kannski að velta því fyrir sér hvers konar efni þeir eru að hýsa sem birt er í öðrum löndum. Ég held að það sé spurning sem þeir þurfa að velta fyrir sér,“ segir hann. Fordæmingar þingmanna ADL lýsti áhyggjum sínum af síðunni sumarið 2022 en alls eru um fimm hundruð heimilisföng skráð. Meðal þeirra sem skráð eru á síðunni er öldungardeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Edward J Markey. En það var samflokksmaður hennar í Demókrataflokknum, Josh Gottheimer, frá New Jersey sem vakti fyrst athygli á síðunni samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Á þessum tíma þegar gyðingahatur, kynþáttahaturs árásir og ofbeldi með stjórnmálalegar tengingar er á uppleið er þessi kortlagning gyðingasamfélagsins hættuleg og óábyrg. Við sterklega fordæmum gyðingahatur og höldum áfram að vinna að öryggi viðkvæmra hópa hér heima og erlendis,“ sögðu öldungarþingmennirnir Warren og Edward J. Markey í yfirlýsingu. Heimilisfang Elilzabeth Warren er á listanum og hún hefur fordæmt síðuna.Getty Fleiri stjórnmála og embættismenn úr báðum flokkum lýstu áhyggjum af síðunni. Meðal annars Rachel Rollins, ríkissaksóknari Massachusetts, og Charlie Baker ríkisstjóri. Í yfirlýsingu sögðust ADL ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar þau leituðu til íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Forstjórinn Jonathan Greenblatt sagði að leitað hafi verið bæði til ríkislögreglustjóra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en engin merkingarfull viðbrögð borist. Sagðist hann harma værukærð íslenskra embættismanna þrátt fyrir þá ógn sem steðjaði að samfélagi gyðinga í Massachusetts. Ekkert ólöglegt eða ósiðlegt Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984, segir að ekki sé hvatt til ofbeldis á síðunni The Mapping Project. Heldur ekki hryðjuverka eða neins ólöglegs eða ósiðlegs. „Við tökum niður hvatningar til ofbeldis og hryðjuverka, gyðingahatur og allt ólöglegt og ósiðlegt efni. Við gerum það við vefi í hundraða vís á hverju ári,“ segir Mörður. Aðspurður um hvers vegna heimilisföng séu birt og hvað sé átt við með að „taka í sundur“ segir Mörður að 1984 túlki það ekki. „Við túlkum það ekki en við sjáum ekki að það sé hvatning til ofbeldis,“ segir hann. Bendir hann á að auk þess að hafa verið hafnað af sýslumanni hér á Íslandi hafi lénaskráningaraðilinn Go Daddy hafnað því að síðan sé tekin niður þegar leitað var eftir því þar. Þá sé ekki hægt að álykta annað af aðgerðarleysi ríkissaksóknara Massachusetts að málið hafi verið látið niður falla þar. Alls staðar þar sem óskað hafi verið eftir því að síðan sé tekin niður hafi því verið hafnað. „Það gerum við líka,“ segir Mörður. Bandaríkin Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bandarísku gyðingasamtökin Anti Defamation League, ADL, hafa farið fram á að lagt verði lögbann á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Síðan kallast The Mapping Project og er hýst hjá íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984 en ADL telur efni síðunnar hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts fylki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Óhugur vegna skotárása Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður ADL, segir lögbannskröfuna gerða á grundvelli hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis og skemmdarverka. Málið verður þingfest á miðvikudag en sýslumaður hafði áður hafnað kröfunni. „Þetta hefur vakið mjög mikinn óhug þarna á svæðinu vegna þess að, eins og fólki hefur tekið eftir, þá hefur skotárásum á almenna borgara í Bandaríkjunum, svo sem í Texas og Pittsburgh, fjölgað mjög. Umbjóðendur mínir telja að þetta sé liður í því að kynda undir slíkt ofbeldi,“ segir Sigurður. Um fimm hundruð heimilisföng eru skrásett á síðunni.Skjáskot Margsinnis hafa komið upp mál þar sem ólögleg eða vafasöm netstarfsemi hefur verið hýst hjá íslenskum hýsingaraðilum. Meðal annars var vefsíða hryðjuverkasamtakanna ISIS hýst hjá íslenska fyrirtækinu Orange Website. Einnig hafa nýnasistar og fjársvikarar fundið hæli hjá íslenskum hýsingaraðilum á undanförnum árum. Sigurður Kári segir að málið kunni að vera prófmál. „Íslenskir hýsingaraðilar þurfa kannski að velta því fyrir sér hvers konar efni þeir eru að hýsa sem birt er í öðrum löndum. Ég held að það sé spurning sem þeir þurfa að velta fyrir sér,“ segir hann. Fordæmingar þingmanna ADL lýsti áhyggjum sínum af síðunni sumarið 2022 en alls eru um fimm hundruð heimilisföng skráð. Meðal þeirra sem skráð eru á síðunni er öldungardeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Edward J Markey. En það var samflokksmaður hennar í Demókrataflokknum, Josh Gottheimer, frá New Jersey sem vakti fyrst athygli á síðunni samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Á þessum tíma þegar gyðingahatur, kynþáttahaturs árásir og ofbeldi með stjórnmálalegar tengingar er á uppleið er þessi kortlagning gyðingasamfélagsins hættuleg og óábyrg. Við sterklega fordæmum gyðingahatur og höldum áfram að vinna að öryggi viðkvæmra hópa hér heima og erlendis,“ sögðu öldungarþingmennirnir Warren og Edward J. Markey í yfirlýsingu. Heimilisfang Elilzabeth Warren er á listanum og hún hefur fordæmt síðuna.Getty Fleiri stjórnmála og embættismenn úr báðum flokkum lýstu áhyggjum af síðunni. Meðal annars Rachel Rollins, ríkissaksóknari Massachusetts, og Charlie Baker ríkisstjóri. Í yfirlýsingu sögðust ADL ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar þau leituðu til íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Forstjórinn Jonathan Greenblatt sagði að leitað hafi verið bæði til ríkislögreglustjóra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en engin merkingarfull viðbrögð borist. Sagðist hann harma værukærð íslenskra embættismanna þrátt fyrir þá ógn sem steðjaði að samfélagi gyðinga í Massachusetts. Ekkert ólöglegt eða ósiðlegt Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984, segir að ekki sé hvatt til ofbeldis á síðunni The Mapping Project. Heldur ekki hryðjuverka eða neins ólöglegs eða ósiðlegs. „Við tökum niður hvatningar til ofbeldis og hryðjuverka, gyðingahatur og allt ólöglegt og ósiðlegt efni. Við gerum það við vefi í hundraða vís á hverju ári,“ segir Mörður. Aðspurður um hvers vegna heimilisföng séu birt og hvað sé átt við með að „taka í sundur“ segir Mörður að 1984 túlki það ekki. „Við túlkum það ekki en við sjáum ekki að það sé hvatning til ofbeldis,“ segir hann. Bendir hann á að auk þess að hafa verið hafnað af sýslumanni hér á Íslandi hafi lénaskráningaraðilinn Go Daddy hafnað því að síðan sé tekin niður þegar leitað var eftir því þar. Þá sé ekki hægt að álykta annað af aðgerðarleysi ríkissaksóknara Massachusetts að málið hafi verið látið niður falla þar. Alls staðar þar sem óskað hafi verið eftir því að síðan sé tekin niður hafi því verið hafnað. „Það gerum við líka,“ segir Mörður.
Bandaríkin Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira