Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 17:00 Katerina ásamt Pavel við Hallgrímskirkju. Katerina Supikova Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær. Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær.
Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29