Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 08:30 Árni Kristjánsson starfaði sem kennari við Laugarnesskóla veturinn 2017 til 2018, en á þeim tíma voru sem fyrr segir nýafstaðnar töluverðar endurbætur á húsnæðinu. Árni og margir samkennarar hans þurftu engu að síður að glíma við margvíslega heilsubresti vegna myglu og rakaskemmda. Samsett Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. Árni Kristjánsson kenndi við skólann í einn vetur og upplifði margvíslega heilsubresti á þeim tíma. Marga daga var hann að eigin sögn óvinnufær. Í september á síðasta ári greindi Vísir frá því að vart hefði orðið við lekaskemmdir í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Fram kom að ráðist hefði verið í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Úttektin leiddi í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir fundust í þremur skólastofum, sem þurfti að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Jafnframt kom fram í fréttinni að ráðist hefði verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017. Heilsufarið batnaði við flutninga í nýtt rými Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 8. maí síðastliðinn var fjallað um ástandið í Laugarnesskóla og rætt við Elísabetu Ósk Ágústsdóttir sem er móðir tveggja barna við skólann. Elísabet segir dóttur sína hafa glímt við erfið veikindi sem rakin eru beint til heilsuspillandi umhverfis. Veikindin hafi í fyrstu verið lúmsk, smátt og smátt hafi fjarað undan ónæmiskerfi stúlkunnar en veturinn 2022 þegar hún var i 5. bekk tók steininn úr. Að sögn Elísabetar voru einkenni dóttur hennar orðin þannig að hún var orðin eins og langveikt barn. Stúlkan fékk loks greiningu á veikindum sínum um áramótin eftir rannsóknir. Hún var greind með sjaldgæft heilkenni - CRMO - sem lýsir sér í krónískri beinhimnubólgu og er sjálfsofnæmissjúkdómur. Fljótlega uppgötvuðust rakaskemmdir í skólastofu stúlkunnar. Síðasta haust var árangurinn hennar síðan fluttur í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis sem er annað vandamál sem nemendur, kennarar og foreldrar hafa kvartað mikið undan en í þessu tilfelli reyndust flutningarnir mikið lán í óláni því heilsufar stúlkunnar batnaði til muna. Elísabet segir að nú sé nóg komið af plástrum og að nemendur eigi skilið að vera í algjörum forgangi hjá borgaryfirvöldum og bendir á að hvorki nemendur né kennara geta beðið lengur. „Það er svo óþolandi að allir viti af þessu en enginn er til í að gera neitt, allir eru að skoða þetta og leita lausna og á meðan eru bara sex hundruð og eitthvað börn í þessum aðstæðum og manni líður bara eins og þetta sé tifandi tímasprengja, á hvaða tímapunkti brennur ónæmiskerfið hjá stráknum mínum út?“ Telur gáma bestu lausnina Málið var tekið til umræðu á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir benti á í erindi sínu að ekki hafi verið hægt að kenna í mörgum rýmum vegna viðhaldsframkvæmda. Nemendur hafa ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. „Laugarnesskóli er löngu sprungin og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár og mun fjölga mikið. Sífelldar afsakanir berast vegna tafanna. Viðkvæðið er alltaf að verið sé að “stilla upp” fyrir framkvæmdir og fleiru er kennt um. Iðnaðarmenn hafa ekki sést í marga mánuði.“ Til stóð að setja gáma síðastliðið haust en ekkert varð af því. Kolbrún telur gáma bestu lausnina í þessum aðstæðum. „Ekki er búið að gera deiliskipulag að nýrri viðbyggingu og endanleg ákvörðun um viðbyggingu verður ekki tekin fyrr en í júní. Deiliskipulag er margra mánaða ferli. Á meðan bíða nemendur og starfsfólk. Það er almenn töf á öllum framkvæmdum og með ólíkindum að það taki tvö ár að undirbúa viðgerðir á húsinu á sama tíma og húsnæðið er heilsuspillandi.“ Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa Árni Kristjánsson starfaði sem kennari við Laugarnesskóla veturinn 2017 til 2018, en á þeim tíma voru sem fyrr segir nýafstaðnar töluverðar endurbætur á húsnæðinu. Þess ber að geta að kennarinn sem sinnti stöðu Árna á undan honum hafði látið af störfum af heilsufarsástæðum. Í kjölfar umfjöllunarinnar sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú á dögunum birti Árni opna færslu á Facebook þar sem hann greindi frá sinni reynslu. „Ég skammast mín fyrir að þegja og ég þegi yfir skömminni. Þessi skömm og þöggun er svo rótgróin í mér að meira að segja núna, þegar kennarar Laugarnesskóla eru búnir að skrifa opið bréf um úrbætur á starfsaðstæðum, er það mér virkilega erfitt að vekja máls á því.“ Árni segist vera viðkvæmur fyrir myglu, og hann hafi látið skólastjóra vita af því þegar hann hóf störf á sínum tíma. Á þeim tíma fékk hann þær upplýsingar að stjórn skólans væri meðvituð um að borist hefðu kvartanir, en búið væri að vinna töluverðar endurbætur á þeim stofum og þeim svæðum þar sem mygla hafði fundist. Þegar Árni hóf störf hafði nýverið haldinn fundur með starfsfólki skólans. „En svo sagði heilsa mín og annarra allt aðra sögu,“ segir Árni en í færslunni lýsir hann meðal annars þeim heilsubrestum sem hann þurfti að glíma við þennan vetur. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum. Ég tók við af kennara sem hætti vegna heilsufarsástæðna, en leið af einhverjum ástæðum betur eftir að hafa verið hálft ár frá starfi. Ennisholubólgur, nefsterar, sýklalyf, eyrnabólga og svoo mikið hor. Ég var óvinnufær einhverja daga nær alla mánuði vetrarins. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kenndi í föstu starfshlutfalli og alltaf í sömu skólastofunni, svo heilinn á mér reyndi stöðugt að normalísera ástandið. En þetta var ekki nógu gott. Skilaboðin frá skólayfirvöldum voru hins vegar skýr - það er búið að díla við þetta eins mikið og við getum, þetta er ekki vandamál.“ Mikilvægt að setja heilsuna í forgang Árni hætti að starfa við Laugarnesskóla í lok skólaársins 2018 eftir að honum bauðst verkefnastyrkur, og starf við kennslu í LHÍ. Myglan var því ekki eina ástæðan fyrir því að hann hætti að kenna við skólann, þó svo að hún hafi spilað þar stórt hlutverk. „Ég fór síðar að kenna við Dalskóla í Úlfarársdal og gaf sjálfum mér það loforð að kenna aldrei í mygluðum skóla aftur. Ég kaus það frekar að keyra út fyrir bæinn í tuttugu mínútur á hverjum degi.“ Sem fyrr segir birti Árni færsluna á Facebook í kjölfar fréttar Vísis nú á dögunum en hann segir það ekki hafa komið sér á óvart þegar hann frétti að húsnæðisástand skólans væri enn þá jafn slæmt og þegar hann var þar við störf. Hann segist í raun ekki hafa þorað að tjá sig um ástandið eftir að hann hætti að kenna við skólann árið 2018. Hann tekur framt að hann áfellist ekki skólastjórnendur Laugarnesskóla. Hann telur einnig mikilvægt að draga fleiri til borðs í þessari umræðu. Það sé til að mynda ástæða til að herða eftirlit með verktöku og viðhaldi. „Við vissum held ég öll að aðstæðurnar væru ekki nógu góðar, en úrræðin voru ekki nógu stórtæk og baráttan ekki nógu mikil. Ég hef stundum talað um þetta og ekki nafngreint skólann, ég hef oft reynt að láta eitthvað jákvætt um börnin, starfið og skólastjórann fylgja gagnrýninni.“ Árni er sjálfur búsettur í Laugarneshverfi. „Nú er svo komið að sonur minn er á leið í grunnskóla í haust og við getum ekki hugsað okkur að senda hann í sinn hverfisskóla.“ Eiginkona Árna, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, er forsvari fyrir SUM- Samtök um áhrif umhverfis á heilsu. Þau hjónin láta sig þessi mál bæði varða. Líkt og hann bendir á í færslunni er réttur til heilnæms umhverfis eru viðurkennd mannréttindi. Árni segir tilgang Facebook færslunnar meðal annars hafa verið að benda á mikilvægi þess að heilsa barna, og þeirra sem vinna með þeim, sé sett í forgang. Hann tekur sem dæmi að þegar hann starfaði við Dalskóla á sínum tíma hafi hann horft upp á ótrúlegar breytingar á nemendum eftir að þeir voru færðir úr færanlegum kennslustofum, viðarskúrum sem voru útsettir fyrir myglu, yfir í nýbyggingu skólans. Einbeitingar- og hegðunarvandamál hafi stórkostlega minnkað. „Við getum ekki sett lestrarkennslu eða eineltisforvarnir í forgang ef að það eru allir veikir, það sjá allir að það þarf að vera í forgangi að börnin séu í heilbrigðu húsnæði þar sem þeim líður vel.“ Mygla Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Árni Kristjánsson kenndi við skólann í einn vetur og upplifði margvíslega heilsubresti á þeim tíma. Marga daga var hann að eigin sögn óvinnufær. Í september á síðasta ári greindi Vísir frá því að vart hefði orðið við lekaskemmdir í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Fram kom að ráðist hefði verið í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Úttektin leiddi í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir fundust í þremur skólastofum, sem þurfti að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Jafnframt kom fram í fréttinni að ráðist hefði verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017. Heilsufarið batnaði við flutninga í nýtt rými Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 8. maí síðastliðinn var fjallað um ástandið í Laugarnesskóla og rætt við Elísabetu Ósk Ágústsdóttir sem er móðir tveggja barna við skólann. Elísabet segir dóttur sína hafa glímt við erfið veikindi sem rakin eru beint til heilsuspillandi umhverfis. Veikindin hafi í fyrstu verið lúmsk, smátt og smátt hafi fjarað undan ónæmiskerfi stúlkunnar en veturinn 2022 þegar hún var i 5. bekk tók steininn úr. Að sögn Elísabetar voru einkenni dóttur hennar orðin þannig að hún var orðin eins og langveikt barn. Stúlkan fékk loks greiningu á veikindum sínum um áramótin eftir rannsóknir. Hún var greind með sjaldgæft heilkenni - CRMO - sem lýsir sér í krónískri beinhimnubólgu og er sjálfsofnæmissjúkdómur. Fljótlega uppgötvuðust rakaskemmdir í skólastofu stúlkunnar. Síðasta haust var árangurinn hennar síðan fluttur í skrifstofurými KSÍ vegna plássleysis sem er annað vandamál sem nemendur, kennarar og foreldrar hafa kvartað mikið undan en í þessu tilfelli reyndust flutningarnir mikið lán í óláni því heilsufar stúlkunnar batnaði til muna. Elísabet segir að nú sé nóg komið af plástrum og að nemendur eigi skilið að vera í algjörum forgangi hjá borgaryfirvöldum og bendir á að hvorki nemendur né kennara geta beðið lengur. „Það er svo óþolandi að allir viti af þessu en enginn er til í að gera neitt, allir eru að skoða þetta og leita lausna og á meðan eru bara sex hundruð og eitthvað börn í þessum aðstæðum og manni líður bara eins og þetta sé tifandi tímasprengja, á hvaða tímapunkti brennur ónæmiskerfið hjá stráknum mínum út?“ Telur gáma bestu lausnina Málið var tekið til umræðu á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir benti á í erindi sínu að ekki hafi verið hægt að kenna í mörgum rýmum vegna viðhaldsframkvæmda. Nemendur hafa ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. „Laugarnesskóli er löngu sprungin og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár og mun fjölga mikið. Sífelldar afsakanir berast vegna tafanna. Viðkvæðið er alltaf að verið sé að “stilla upp” fyrir framkvæmdir og fleiru er kennt um. Iðnaðarmenn hafa ekki sést í marga mánuði.“ Til stóð að setja gáma síðastliðið haust en ekkert varð af því. Kolbrún telur gáma bestu lausnina í þessum aðstæðum. „Ekki er búið að gera deiliskipulag að nýrri viðbyggingu og endanleg ákvörðun um viðbyggingu verður ekki tekin fyrr en í júní. Deiliskipulag er margra mánaða ferli. Á meðan bíða nemendur og starfsfólk. Það er almenn töf á öllum framkvæmdum og með ólíkindum að það taki tvö ár að undirbúa viðgerðir á húsinu á sama tíma og húsnæðið er heilsuspillandi.“ Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa Árni Kristjánsson starfaði sem kennari við Laugarnesskóla veturinn 2017 til 2018, en á þeim tíma voru sem fyrr segir nýafstaðnar töluverðar endurbætur á húsnæðinu. Þess ber að geta að kennarinn sem sinnti stöðu Árna á undan honum hafði látið af störfum af heilsufarsástæðum. Í kjölfar umfjöllunarinnar sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú á dögunum birti Árni opna færslu á Facebook þar sem hann greindi frá sinni reynslu. „Ég skammast mín fyrir að þegja og ég þegi yfir skömminni. Þessi skömm og þöggun er svo rótgróin í mér að meira að segja núna, þegar kennarar Laugarnesskóla eru búnir að skrifa opið bréf um úrbætur á starfsaðstæðum, er það mér virkilega erfitt að vekja máls á því.“ Árni segist vera viðkvæmur fyrir myglu, og hann hafi látið skólastjóra vita af því þegar hann hóf störf á sínum tíma. Á þeim tíma fékk hann þær upplýsingar að stjórn skólans væri meðvituð um að borist hefðu kvartanir, en búið væri að vinna töluverðar endurbætur á þeim stofum og þeim svæðum þar sem mygla hafði fundist. Þegar Árni hóf störf hafði nýverið haldinn fundur með starfsfólki skólans. „En svo sagði heilsa mín og annarra allt aðra sögu,“ segir Árni en í færslunni lýsir hann meðal annars þeim heilsubrestum sem hann þurfti að glíma við þennan vetur. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum. Ég tók við af kennara sem hætti vegna heilsufarsástæðna, en leið af einhverjum ástæðum betur eftir að hafa verið hálft ár frá starfi. Ennisholubólgur, nefsterar, sýklalyf, eyrnabólga og svoo mikið hor. Ég var óvinnufær einhverja daga nær alla mánuði vetrarins. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kenndi í föstu starfshlutfalli og alltaf í sömu skólastofunni, svo heilinn á mér reyndi stöðugt að normalísera ástandið. En þetta var ekki nógu gott. Skilaboðin frá skólayfirvöldum voru hins vegar skýr - það er búið að díla við þetta eins mikið og við getum, þetta er ekki vandamál.“ Mikilvægt að setja heilsuna í forgang Árni hætti að starfa við Laugarnesskóla í lok skólaársins 2018 eftir að honum bauðst verkefnastyrkur, og starf við kennslu í LHÍ. Myglan var því ekki eina ástæðan fyrir því að hann hætti að kenna við skólann, þó svo að hún hafi spilað þar stórt hlutverk. „Ég fór síðar að kenna við Dalskóla í Úlfarársdal og gaf sjálfum mér það loforð að kenna aldrei í mygluðum skóla aftur. Ég kaus það frekar að keyra út fyrir bæinn í tuttugu mínútur á hverjum degi.“ Sem fyrr segir birti Árni færsluna á Facebook í kjölfar fréttar Vísis nú á dögunum en hann segir það ekki hafa komið sér á óvart þegar hann frétti að húsnæðisástand skólans væri enn þá jafn slæmt og þegar hann var þar við störf. Hann segist í raun ekki hafa þorað að tjá sig um ástandið eftir að hann hætti að kenna við skólann árið 2018. Hann tekur framt að hann áfellist ekki skólastjórnendur Laugarnesskóla. Hann telur einnig mikilvægt að draga fleiri til borðs í þessari umræðu. Það sé til að mynda ástæða til að herða eftirlit með verktöku og viðhaldi. „Við vissum held ég öll að aðstæðurnar væru ekki nógu góðar, en úrræðin voru ekki nógu stórtæk og baráttan ekki nógu mikil. Ég hef stundum talað um þetta og ekki nafngreint skólann, ég hef oft reynt að láta eitthvað jákvætt um börnin, starfið og skólastjórann fylgja gagnrýninni.“ Árni er sjálfur búsettur í Laugarneshverfi. „Nú er svo komið að sonur minn er á leið í grunnskóla í haust og við getum ekki hugsað okkur að senda hann í sinn hverfisskóla.“ Eiginkona Árna, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, er forsvari fyrir SUM- Samtök um áhrif umhverfis á heilsu. Þau hjónin láta sig þessi mál bæði varða. Líkt og hann bendir á í færslunni er réttur til heilnæms umhverfis eru viðurkennd mannréttindi. Árni segir tilgang Facebook færslunnar meðal annars hafa verið að benda á mikilvægi þess að heilsa barna, og þeirra sem vinna með þeim, sé sett í forgang. Hann tekur sem dæmi að þegar hann starfaði við Dalskóla á sínum tíma hafi hann horft upp á ótrúlegar breytingar á nemendum eftir að þeir voru færðir úr færanlegum kennslustofum, viðarskúrum sem voru útsettir fyrir myglu, yfir í nýbyggingu skólans. Einbeitingar- og hegðunarvandamál hafi stórkostlega minnkað. „Við getum ekki sett lestrarkennslu eða eineltisforvarnir í forgang ef að það eru allir veikir, það sjá allir að það þarf að vera í forgangi að börnin séu í heilbrigðu húsnæði þar sem þeim líður vel.“
Mygla Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira