„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 22:21 Rósa Líf Darradóttir læknir mætti á mótmælin gegn hvalveiðum í dag. Helena Rós Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01