Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 21:34 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira