„Ekki reikna með að aðstæður séu að fara að lagast strax á næstunni“ Snorri Másson skrifar 16. maí 2023 09:20 Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað. Rætt var við Björn í innslaginu hér að ofan í Íslandi í dag og kallað eftir góðum ráðum fyrir komandi tíma. Björn segir að sérstök staða sé uppi í hagkerfinu sem setji marga í snúna stöðu í heimilisfjármálunum, enda hafi á skömmum tíma verið farið úr lágri verðbólgu og lágum vöxtum í talsverða verðbólgu og talsvert háa vexti. Breytt lánakjör margra kalla á endurskoðun fjármála heimilisins að sögn Björns. „Mörg heimili eru alltaf í þessu og það þýðir ekki að segja við þau: Farðu yfir visa-reikninginn og skoðaðu hvar þú getur skorið niður. En fyrir mjög marga, þá er mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum að koma úr ákveðnu góðæri, þar sem aðstæður voru betri en þær eru núna og verða kannski næsta kastið hjá mjög mörgum, hvort sem okkur finnst það leiðinlegt eða ósanngjarnt,“ segir Björn. Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað.Vísir/Einar Athuganirnar sem Björn hvetur fólk til að gera á eigin fjárhag séu í raun ákveðin handavinna. „Farðu í gegnum neysluna. Er eitthvað þar sem þú getur skorið niður án þess að það sé alltof sársaukafullt?“ segir Björn. Annað mál eru tekjurnar: „Geturðu stillt hlutunum einhvern veginn þannig upp að þú náir að vega upp á móti þessari kostnaðaraukningu sem fylgir hækkandi vöxtum og verðbólgu?“ spyr Björn. „Ef ekki, ef fólk hugsar dæmið til enda og það kemst að því að það stefni í vandræði, ekki reikna með að aðstæður séu að fara að breytast mjög mikið eða lagast strax á næstunni. Ef þetta lítur þannig út, ekki bíða. Þá er mögulega hægt að sækja í einhver úrræði eða einhverja aðstoð, vegna þess að það versta sem gerist er að fólk vilji ekki horfa á sín persónulegu fjármál og svo lendir það einhvern tímann á þannig vegg að það verði mjög kostnaðarsamt að vinna sig út úr því,“ segir Björn. Með hertum skilyrðum gagnvart lántöku stefnir Seðlabankinn að því að draga úr getu fólks til að kaupa sér húsnæði eða bjóða hátt verð fyrir húsnæði að sögn Björns. Óverðtryggt 40 milljón króna lán krefst mjög hárrar greiðslugetu.Vísir Fram undan sé erfiðari tími en verið hefur. „Allt er dýrara og erfiðara og það verður minna svigrúm fyrir eitthvað sem er skemmtilegt. Vonandi lagast það og það eru forsendur til að ætla að hér sés bjart fram undan, en í þennan tíma þá verður þetta bara erfitt,“ segir Björn Berg. Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30 „Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01 Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Sjá meira
Rætt var við Björn í innslaginu hér að ofan í Íslandi í dag og kallað eftir góðum ráðum fyrir komandi tíma. Björn segir að sérstök staða sé uppi í hagkerfinu sem setji marga í snúna stöðu í heimilisfjármálunum, enda hafi á skömmum tíma verið farið úr lágri verðbólgu og lágum vöxtum í talsverða verðbólgu og talsvert háa vexti. Breytt lánakjör margra kalla á endurskoðun fjármála heimilisins að sögn Björns. „Mörg heimili eru alltaf í þessu og það þýðir ekki að segja við þau: Farðu yfir visa-reikninginn og skoðaðu hvar þú getur skorið niður. En fyrir mjög marga, þá er mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum að koma úr ákveðnu góðæri, þar sem aðstæður voru betri en þær eru núna og verða kannski næsta kastið hjá mjög mörgum, hvort sem okkur finnst það leiðinlegt eða ósanngjarnt,“ segir Björn. Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað.Vísir/Einar Athuganirnar sem Björn hvetur fólk til að gera á eigin fjárhag séu í raun ákveðin handavinna. „Farðu í gegnum neysluna. Er eitthvað þar sem þú getur skorið niður án þess að það sé alltof sársaukafullt?“ segir Björn. Annað mál eru tekjurnar: „Geturðu stillt hlutunum einhvern veginn þannig upp að þú náir að vega upp á móti þessari kostnaðaraukningu sem fylgir hækkandi vöxtum og verðbólgu?“ spyr Björn. „Ef ekki, ef fólk hugsar dæmið til enda og það kemst að því að það stefni í vandræði, ekki reikna með að aðstæður séu að fara að breytast mjög mikið eða lagast strax á næstunni. Ef þetta lítur þannig út, ekki bíða. Þá er mögulega hægt að sækja í einhver úrræði eða einhverja aðstoð, vegna þess að það versta sem gerist er að fólk vilji ekki horfa á sín persónulegu fjármál og svo lendir það einhvern tímann á þannig vegg að það verði mjög kostnaðarsamt að vinna sig út úr því,“ segir Björn. Með hertum skilyrðum gagnvart lántöku stefnir Seðlabankinn að því að draga úr getu fólks til að kaupa sér húsnæði eða bjóða hátt verð fyrir húsnæði að sögn Björns. Óverðtryggt 40 milljón króna lán krefst mjög hárrar greiðslugetu.Vísir Fram undan sé erfiðari tími en verið hefur. „Allt er dýrara og erfiðara og það verður minna svigrúm fyrir eitthvað sem er skemmtilegt. Vonandi lagast það og það eru forsendur til að ætla að hér sés bjart fram undan, en í þennan tíma þá verður þetta bara erfitt,“ segir Björn Berg.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30 „Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01 Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Sjá meira
Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30
„Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37