Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:15 Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk í dag. Landsbjörg Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“ Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“
Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira