Innlent

Ók á grindverk við Smáralindina

Máni Snær Þorláksson skrifar
Áreksturinn átti sér stað í grennd við Smáralindina í dag.
Áreksturinn átti sér stað í grennd við Smáralindina í dag. Vísir/Silja

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Áreksturinn átti sér stað á Fífuhvammsvegi, skammt frá Smáralindinni.

„Hann bara hafnaði á grindverkinu og grindverkið beyglaðist, ekkert amaði að ökumanni,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×