Innlent

Á­fram í gæslu­varð­haldi á Sel­fossi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hafði áður verið leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 19. maí. Landsréttur hefur nú staðfest úrskurðinn.
Maðurinn hafði áður verið leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Suðurlands þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 19. maí. Landsréttur hefur nú staðfest úrskurðinn. Vísir

Karl­maður á þrí­tugs­aldri sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Sel­fossi í lok apríl hefur verið úr­skurðaður í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald.

Ríkis­út­varpið greinir frá. Vísir hefur ekki náð í lög­regluna á Suður­landi vegna málsins. Eins og Vísir hefur greint frá telur lög­reglan sig komna með nokkuð skýra mynd af at­burrða­r­ásinni sem leiddi til and­láts konunnar.

Lands­réttur hefur gert yfir­völdum að af­létta ein­angrun yfir manninum, þannig að hann fær nú að um­gangast aðra fanga. Rann­sókn lög­reglu beinist að hugsan­legu mann­drápi til sam­ræmis við bráða­birgða­niður­stöður krufningar.

Maðurinn er á þrí­tugs­aldri og var hand­tekinn í heima­húsi á Sel­fossi þar sem hin 28 ára gamla Sofia Sarmite Ko­lesni­kova fannst látin síð­degis þann 27. apríl síðast­liðinn. Tveir voru upp­haf­lega hand­teknir vegna málsins en öðrum þeirra var sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×