Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. maí 2023 21:25 Val mistókst að ná í þrjú stig í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Valur var með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefði skotið sér upp í efsta sæti deildarinnar með sigri, sem margir bjuggust við fyrir leik. Selfoss hafði byrjað mótið illa, tapað báðum sínum leikjum, aðeins skorað eitt mark og sat fyrir þennan leik í neðsta sæti töflunnar. Leikur tveggja hálfleika Fyrri hálfleikur leiksins var fremur tíðindalaus og hvorugt liðið sýndi sínar bestu hliðar. Valur spilaði boltanum ágætlega á milli sín og héldu vel í boltann en Selfoss spilaði þéttan varnarleik og gáfu Valskonum engin færi á sér. Það var helst þegar Ásdís Karen komst á boltann að eitthvað gerðist. Hún stillti sér upp á vinstri kanti Vals en var á svolitlu reiki í sóknarlínunni, tók sér stundum stöðu framherja og náði að skapa sér góðar stöður inni á vellinum. Selfyssingar voru varkárir og sóttu lítið fram völlinn. Uppspilið frá öftustu línu gekk vel, liðið náði að spila sig út úr hárri pressu Vals en þegar komið var á vallarhelming andstæðinganna náði Selfoss ekki að skapa sér nein færi. Niðurstaða fyrri hálfleiks, markalaust jafntefli. Valur komu svo út í seinni hálfleikinn af krafti. Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk sendingu frá Ásdísi Karen og átti gott skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni Selfoss og olli markverðinum miklum vandræðum. Aðeins nokkrum mínútum síðar voru þær Þórdís og Ásdís aftur á ferðinni. Þá kom fyrirgjöf á Ásdísi sem skýtur boltanum í slánna, Þórdís hirðir frákastið og skýtur aftur í slánna áður en Bryndís Arna Níelsdóttir nær að koma boltanum í netið. Valur komnar yfir eftir frábæra byrjun á seinni hálfleik. Selfoss sættir sig við jafntefli Það var þó ekki nema um fimm mínútum síðar sem Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði leikinn fyrir Selfoss. Markið kom upp úr hornspyrnu, hár bolti lendir í miðjum teignum og eftir nokkrar tilraunir varnarmanna Vals til að hreinsa burt nær Áslaug einhvern veginn að koma boltanum í netið. Staðan aftur orðin jöfn þegar um sextíu mínútur voru búnar af leiknum. Valur hélt áfram að sækja af krafti og börðust fyrir stigunum þremur. Selfyssingar virtust sætta sig við jafntefli og drógu lið sitt mjög aftarlega á völlinn og reyndu frekar að sækja í skyndisóknum. Þetta leikplan virkaði nokkuð vel fyrir Selfoss, Valskonum gekk illa að skapa sér færi gegn þéttum varnarpakka gestanna og Selfyssingar brunuðu nokkrum sinnum upp í álitlegar skyndisóknir. Þeim varð þó að lokum ekkert úr því og niðurstaða leiksins er 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða miðað við framvindu leiksins. Bæði lið áttu slakan fyrri hálfleik og sköpuðu sér fá marktækifæri. Valur kom af krafti inn í seinni hálfleik og komust verðskuldað yfir í leiknum. En Selfoss gerði vel í að jafna leikinn og spiluðu agaðan varnarleik á lokamínútum til að halda þetta út. Hverjar stóðu upp úr? Ásdís Karen og Þórdís Elva voru bestu leikmenn vallarins í dag. Sköpuðu flest færi Vals og virtust alltaf hættulegar þegar þær sóttu saman upp völlinn. Einnig verður að hrósa Sif Atladóttur sem átti frábæran leik í vörn Selfyssinga. Hvað gekk illa? Valur átti í vandræðum með að brjóta niður þéttan varnarpakka Selfoss. Héldu boltanum vel en vantaði svolítið upp á þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Selfyssingar vörðust vel og náðu oft að spila vel út úr vörninni gegn hárri pressu Valsmanna, en þær skorti gæðin fram á við til að skapa sér einhver alvöru marktækifæri. Hvað gerist næst? Valur á leik gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ næsta þriðjudag, 16. maí kl. 19:15. Selfoss tekur á móti Tindastól degi fyrr, mánudaginn 15. maí. Þær eru bara ógeðslega góðar“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, telur úrslit kvöldsins sanngjörn.Vísir/Hulda Margrét „Já, ég held það bara. Þetta var mikil barátta, mikil harka en skemmtilegur leikur að horfa á held ég fyrir hlutlausa. Við áttum alveg svolítið af hættulegum sénsum og Valsararnir líka, þær eru bara ógeðslega góðar.“ Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Selfoss, virtist meiðast í fyrri hálfleik og er svo skipt útaf í hálfleik. „Þetta var nú svona meira til forvarnar held ég, að taka hana útaf. Hún er búin að vera með einhver pínu eymsli í hnénu og fann aðeins meira fyrir því en við héldum kannski. Þess vegna tókum við hana útaf.“ Undir lok leiksins keyrði Selfoss upp í hættulega skyndisókn. Boltinn er sendur fyrir markið af vinstri kanti og virtist fara í höndina á Málfríði Eiríksdóttur, varnarmanni Vals. „Nei, ég sá það ekki nógu vel, ég heyrði bara kallað á það og ákvað að taka þátt í því. En nei, fjórði dómarinn segir að þetta hafi farið í öxlina á henni og ég bara trúi honum.“ Næsti leikur Selfoss er á mánudaginn gegn Tindastól þar sem liðið freistast þess að sækja sinn fyrsta sigur í sumar. „Við eigum Tindastól heima og já við stefnum að sjálfsögðu að því. En stólarnir líta vel út þannig að það verður hörkuleikur.“ Besta deild kvenna Valur UMF Selfoss
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Valur var með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefði skotið sér upp í efsta sæti deildarinnar með sigri, sem margir bjuggust við fyrir leik. Selfoss hafði byrjað mótið illa, tapað báðum sínum leikjum, aðeins skorað eitt mark og sat fyrir þennan leik í neðsta sæti töflunnar. Leikur tveggja hálfleika Fyrri hálfleikur leiksins var fremur tíðindalaus og hvorugt liðið sýndi sínar bestu hliðar. Valur spilaði boltanum ágætlega á milli sín og héldu vel í boltann en Selfoss spilaði þéttan varnarleik og gáfu Valskonum engin færi á sér. Það var helst þegar Ásdís Karen komst á boltann að eitthvað gerðist. Hún stillti sér upp á vinstri kanti Vals en var á svolitlu reiki í sóknarlínunni, tók sér stundum stöðu framherja og náði að skapa sér góðar stöður inni á vellinum. Selfyssingar voru varkárir og sóttu lítið fram völlinn. Uppspilið frá öftustu línu gekk vel, liðið náði að spila sig út úr hárri pressu Vals en þegar komið var á vallarhelming andstæðinganna náði Selfoss ekki að skapa sér nein færi. Niðurstaða fyrri hálfleiks, markalaust jafntefli. Valur komu svo út í seinni hálfleikinn af krafti. Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk sendingu frá Ásdísi Karen og átti gott skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni Selfoss og olli markverðinum miklum vandræðum. Aðeins nokkrum mínútum síðar voru þær Þórdís og Ásdís aftur á ferðinni. Þá kom fyrirgjöf á Ásdísi sem skýtur boltanum í slánna, Þórdís hirðir frákastið og skýtur aftur í slánna áður en Bryndís Arna Níelsdóttir nær að koma boltanum í netið. Valur komnar yfir eftir frábæra byrjun á seinni hálfleik. Selfoss sættir sig við jafntefli Það var þó ekki nema um fimm mínútum síðar sem Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði leikinn fyrir Selfoss. Markið kom upp úr hornspyrnu, hár bolti lendir í miðjum teignum og eftir nokkrar tilraunir varnarmanna Vals til að hreinsa burt nær Áslaug einhvern veginn að koma boltanum í netið. Staðan aftur orðin jöfn þegar um sextíu mínútur voru búnar af leiknum. Valur hélt áfram að sækja af krafti og börðust fyrir stigunum þremur. Selfyssingar virtust sætta sig við jafntefli og drógu lið sitt mjög aftarlega á völlinn og reyndu frekar að sækja í skyndisóknum. Þetta leikplan virkaði nokkuð vel fyrir Selfoss, Valskonum gekk illa að skapa sér færi gegn þéttum varnarpakka gestanna og Selfyssingar brunuðu nokkrum sinnum upp í álitlegar skyndisóknir. Þeim varð þó að lokum ekkert úr því og niðurstaða leiksins er 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða miðað við framvindu leiksins. Bæði lið áttu slakan fyrri hálfleik og sköpuðu sér fá marktækifæri. Valur kom af krafti inn í seinni hálfleik og komust verðskuldað yfir í leiknum. En Selfoss gerði vel í að jafna leikinn og spiluðu agaðan varnarleik á lokamínútum til að halda þetta út. Hverjar stóðu upp úr? Ásdís Karen og Þórdís Elva voru bestu leikmenn vallarins í dag. Sköpuðu flest færi Vals og virtust alltaf hættulegar þegar þær sóttu saman upp völlinn. Einnig verður að hrósa Sif Atladóttur sem átti frábæran leik í vörn Selfyssinga. Hvað gekk illa? Valur átti í vandræðum með að brjóta niður þéttan varnarpakka Selfoss. Héldu boltanum vel en vantaði svolítið upp á þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Selfyssingar vörðust vel og náðu oft að spila vel út úr vörninni gegn hárri pressu Valsmanna, en þær skorti gæðin fram á við til að skapa sér einhver alvöru marktækifæri. Hvað gerist næst? Valur á leik gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ næsta þriðjudag, 16. maí kl. 19:15. Selfoss tekur á móti Tindastól degi fyrr, mánudaginn 15. maí. Þær eru bara ógeðslega góðar“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, telur úrslit kvöldsins sanngjörn.Vísir/Hulda Margrét „Já, ég held það bara. Þetta var mikil barátta, mikil harka en skemmtilegur leikur að horfa á held ég fyrir hlutlausa. Við áttum alveg svolítið af hættulegum sénsum og Valsararnir líka, þær eru bara ógeðslega góðar.“ Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Selfoss, virtist meiðast í fyrri hálfleik og er svo skipt útaf í hálfleik. „Þetta var nú svona meira til forvarnar held ég, að taka hana útaf. Hún er búin að vera með einhver pínu eymsli í hnénu og fann aðeins meira fyrir því en við héldum kannski. Þess vegna tókum við hana útaf.“ Undir lok leiksins keyrði Selfoss upp í hættulega skyndisókn. Boltinn er sendur fyrir markið af vinstri kanti og virtist fara í höndina á Málfríði Eiríksdóttur, varnarmanni Vals. „Nei, ég sá það ekki nógu vel, ég heyrði bara kallað á það og ákvað að taka þátt í því. En nei, fjórði dómarinn segir að þetta hafi farið í öxlina á henni og ég bara trúi honum.“ Næsti leikur Selfoss er á mánudaginn gegn Tindastól þar sem liðið freistast þess að sækja sinn fyrsta sigur í sumar. „Við eigum Tindastól heima og já við stefnum að sjálfsögðu að því. En stólarnir líta vel út þannig að það verður hörkuleikur.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti