Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir hljóp hraðast kvenna í Eyjum um helgina en féll í hrauninu og fékk djúpt sár á legginn. Facebook/@thepuffinrun og Instagram/@andreakolbeins „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. Andrea hefur unnið öll mót sem hún hefur keppt í hér á landi síðustu misseri, jafnvel skíðagöngumót, og engin breyting varð á því í Eyjum þrátt fyrir að hún félli illa í hrauni, seint í 20 kílómetra löngu hlaupinu. Andrea fékk djúpt sár á vinstri fótlegginn og var þegar í gifsi eftir að hafa handarbrotnað á dögunum, þegar hún missti lyftingabekk ofan á höndina. Hún hljóp blóðug í mark og leist ekki alveg á skelfingarsvipinn á fólki sem þar tók á móti henni, eftir að hafa hlaupið á nýju brautarmeti eða 1:26,12 klukkustund. Reyndi að hlífa brotnu hendinni „Ég gat auðvitað alveg hlaupið þrátt fyrir brotið en þurfti að fara varlega, og það virðist oft vera að þá sé meiri áhætta á því að detta. Þetta gekk samt vel og ég var fremsta konan allan tímann, og hefði kannski ekki þurft að fara svona hratt síðustu kílómetrana. En ég datt þegar það voru tveir kílómetrar eftir. Þetta gerðist í beygju á leið niður brekku í hrauni. Ég man bara hvað ég panikkaði og reyndi að forðast það að setja brotnu höndina fyrir mig. Ég datt því alveg í jörðina, braut aðeins af gleraugunum, og sá strax að það kom eitthvað blóð. En ég hugsaði ekkert um það heldur bara að koma mér í mark,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt“ Tæplega 1.100 manns tóku þátt í The Puffin Run í ár og varð Arnar Pétursson fyrstur allra á 1:17,32 klukkustund. Hann sló þar með eigið brautarmet rétt eins og Andrea hjá konunum, en hér að neðan má sjá svipmyndir frá hlaupinu og meðal annars þegar Andrea kom blóðug í mark. Klippa: Svipmyndir frá The Puffin Run í Eyjum Andrea er læknisfræðinemi og stefnir á BS-gráðu í desember en átti samt erfitt með að horfa á ljótan skurðinn sem hún hafði fengið: „Þegar ég kom í mark voru allir að horfa á mig, og þá leit ég niður á sárið og hugsaði bara „sjitt“. Ég þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt. Aðeins dýpra sár en ég gerði ráð fyrir. Það var bara strax sóttur sjúkrabíll fyrir mig og ég fór upp á slysó, og var mjög heppinn með að það var akkúrat bæklunarlæknir á vakt sem saumaði þetta ótrúlega vel saman. Hann gerði reyndar smá grín að mér fyrir að geta ekki horft því mér fannst þetta svo ógeðslegt,“ segir Andrea létt og bætir við að læknirinn hafi saumað samtals sextán spor, fleiri en ella þar sem að hann treysti því illa að Andrea myndi taka því rólega í nógu marga daga. Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44 Hjálpaði til að vita af hundrað þúsund krónum En hvað segir læknirinn í Andreu, hefði ekki verið skynsamlegra að hætta að hlaupa þegar hún slasaðist? „Ég hef bara aldrei hætt í hlaupi og ég held að það þurfi mjög mikið til þess að ég hætti í hlaupi. Svo neita ég því ekki að það hjálpaði til að vita af því að það væri 100 þúsund kall í verðlaun, svo að maður var alltaf að fara að halda áfram,“ segir Andrea hlæjandi og bætir við: „Maður er bara þakklátur fyrir að þetta er ekki þess eðlis að ég þurfi að hvíla mig lengi, og ég get gert alls konar aðrar æfingar en að hlaupa í nokkra daga.“ Andrea Kolbeinsdóttir hljóp tuttugu kílómetra í utanvegahlaupinu í Eyjum og kom með blóðuga leggi í mark. Hún fékk sextán spor á sjúkrahúsinu eftir keppni en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi fyrir HM í næsta mánuði.Facebook/@thepuffinrun Stefnir á að enda meðal tuttugu efstu á HM Andrea vill nefnilega ekki staldra lengi við því hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum, sem fram fer í Austurríki í næsta mánuði. Á mótinu hlaupa keppendur 45 kílómetra, með 3.200 metra hækkun. Andrea keppti í fyrsta sinn á HM í nóvember í fyrra, í Taílandi, og varð þá í 21. sæti. Hún lætur slysið í Eyjum ekki trufla sig. „Svona hindranir láta mig muna hvað mann langar ótrúlega mikið í þetta. Ég verð laus við gifsið þegar mótið fer fram,“ segir Andrea. „Markmið eitt hjá mér er að verða í topp 20. Það yrði geggjað. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ætla að gera mitt besta.“ Hlaup Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44 Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Andrea hefur unnið öll mót sem hún hefur keppt í hér á landi síðustu misseri, jafnvel skíðagöngumót, og engin breyting varð á því í Eyjum þrátt fyrir að hún félli illa í hrauni, seint í 20 kílómetra löngu hlaupinu. Andrea fékk djúpt sár á vinstri fótlegginn og var þegar í gifsi eftir að hafa handarbrotnað á dögunum, þegar hún missti lyftingabekk ofan á höndina. Hún hljóp blóðug í mark og leist ekki alveg á skelfingarsvipinn á fólki sem þar tók á móti henni, eftir að hafa hlaupið á nýju brautarmeti eða 1:26,12 klukkustund. Reyndi að hlífa brotnu hendinni „Ég gat auðvitað alveg hlaupið þrátt fyrir brotið en þurfti að fara varlega, og það virðist oft vera að þá sé meiri áhætta á því að detta. Þetta gekk samt vel og ég var fremsta konan allan tímann, og hefði kannski ekki þurft að fara svona hratt síðustu kílómetrana. En ég datt þegar það voru tveir kílómetrar eftir. Þetta gerðist í beygju á leið niður brekku í hrauni. Ég man bara hvað ég panikkaði og reyndi að forðast það að setja brotnu höndina fyrir mig. Ég datt því alveg í jörðina, braut aðeins af gleraugunum, og sá strax að það kom eitthvað blóð. En ég hugsaði ekkert um það heldur bara að koma mér í mark,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt“ Tæplega 1.100 manns tóku þátt í The Puffin Run í ár og varð Arnar Pétursson fyrstur allra á 1:17,32 klukkustund. Hann sló þar með eigið brautarmet rétt eins og Andrea hjá konunum, en hér að neðan má sjá svipmyndir frá hlaupinu og meðal annars þegar Andrea kom blóðug í mark. Klippa: Svipmyndir frá The Puffin Run í Eyjum Andrea er læknisfræðinemi og stefnir á BS-gráðu í desember en átti samt erfitt með að horfa á ljótan skurðinn sem hún hafði fengið: „Þegar ég kom í mark voru allir að horfa á mig, og þá leit ég niður á sárið og hugsaði bara „sjitt“. Ég þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt. Aðeins dýpra sár en ég gerði ráð fyrir. Það var bara strax sóttur sjúkrabíll fyrir mig og ég fór upp á slysó, og var mjög heppinn með að það var akkúrat bæklunarlæknir á vakt sem saumaði þetta ótrúlega vel saman. Hann gerði reyndar smá grín að mér fyrir að geta ekki horft því mér fannst þetta svo ógeðslegt,“ segir Andrea létt og bætir við að læknirinn hafi saumað samtals sextán spor, fleiri en ella þar sem að hann treysti því illa að Andrea myndi taka því rólega í nógu marga daga. Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44 Hjálpaði til að vita af hundrað þúsund krónum En hvað segir læknirinn í Andreu, hefði ekki verið skynsamlegra að hætta að hlaupa þegar hún slasaðist? „Ég hef bara aldrei hætt í hlaupi og ég held að það þurfi mjög mikið til þess að ég hætti í hlaupi. Svo neita ég því ekki að það hjálpaði til að vita af því að það væri 100 þúsund kall í verðlaun, svo að maður var alltaf að fara að halda áfram,“ segir Andrea hlæjandi og bætir við: „Maður er bara þakklátur fyrir að þetta er ekki þess eðlis að ég þurfi að hvíla mig lengi, og ég get gert alls konar aðrar æfingar en að hlaupa í nokkra daga.“ Andrea Kolbeinsdóttir hljóp tuttugu kílómetra í utanvegahlaupinu í Eyjum og kom með blóðuga leggi í mark. Hún fékk sextán spor á sjúkrahúsinu eftir keppni en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi fyrir HM í næsta mánuði.Facebook/@thepuffinrun Stefnir á að enda meðal tuttugu efstu á HM Andrea vill nefnilega ekki staldra lengi við því hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum, sem fram fer í Austurríki í næsta mánuði. Á mótinu hlaupa keppendur 45 kílómetra, með 3.200 metra hækkun. Andrea keppti í fyrsta sinn á HM í nóvember í fyrra, í Taílandi, og varð þá í 21. sæti. Hún lætur slysið í Eyjum ekki trufla sig. „Svona hindranir láta mig muna hvað mann langar ótrúlega mikið í þetta. Ég verð laus við gifsið þegar mótið fer fram,“ segir Andrea. „Markmið eitt hjá mér er að verða í topp 20. Það yrði geggjað. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ætla að gera mitt besta.“
Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44
Hlaup Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44 Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44
Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02