Fótbolti

Aron Einar nældi í silfur í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar hefur spilað í Katar frá 2019.
Aron Einar hefur spilað í Katar frá 2019. Vísir/Getty

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson spilaði fyrri hálfleik í 2-0 sigri Al Arabi á Al Sadd í lokaumferð katörsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Ef marka má tölfræðiveitur erlendis þá var Aron Einar á miðri miðju Al Arabi þegar liðið sótti Al Sadd heim í dag. Gestirnir í Al Arabi voru 1-0 yfir í hálfleik en Aron Einar var tekinn af velli í hálfleik.

Í þeim síðari bætti Al Arabi við marki áður en heimamenn bitu frá sér. Al Sadd skoraði mark sem var dæmt af undir lok leiks en tókst að minnka muninn í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki og Al Arabi vann góðan 2-1 útisigur.

Það þýðir að Al Arabi endar í 2. sæti deildarinnar með 49 stig. Al-Duhail stendur uppi sem sigurvegari með 51 stig en toppliðið vann 5-2 stórsigur í dag og tryggði sér þar með titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×