Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 19:10 Frá Íslandsferð Gorsuch í júlí árið 2021. Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40