Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. maí 2023 22:23 Eins og sjá má er um mikinn eld að ræða. Í myndbandi að neðan má sjá þakplötur hrynja. Vísir/Vilhelm Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41
Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13