Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2023 15:39 Ölgerðin, Garðaklettur, Eimskip, Íslandspóstur, GS Frakt, Íslenska gámafélagið, Ragnar og Ásgeir, Húsasmiðjan og Steypustöðin fengu fyrstu rafmagnsvörubílana en þeir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Vísir/Sigurjón Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. Fjórtán rafmagnsvörubílar af ýmsum stærðum og gerðum voru afhentir til níu fyrirtækja fyrir helgi en bílarnir sem um ræðir eru allt að 50 tonn að heildarþyngd. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir þau lengi hafa haft áhuga á rafmagnsbílum og því hafi þau stokkið á tækifærið þegar Volvo Trucks tilkynnti um vörulínuna. „Þetta er mjög spennandi verkefni og stór stund. Það eru 109 ár síðan fyrstu vörubílarnir komu til Íslands og nú eru fyrsti rafmagnsvörubílarnir komnir til Íslands,“ segir Egill. „Síðan sjáum við fram á að þetta verkefni muni bara vaxa eftir því sem að mánuðirnir og árin líða.“ Sýnt var frá bílunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi. Uppgefin drægni fyrir bílana með fullan farm er um tvö hundruð til þrjú hundruð kílómetra, sem er nóg fyrir að minnsta kosti helming allra flutningsleiða á Íslandi. Með hleðslu inni á milli, til að mynda á hvíldartímum bílstjóra, er hægt að bæta við ríflega hundrað kílómetrum yfir daginn. „Þetta er algjörlega byltingakennt og aðeins fyrir nokkrum mánuðum síðan þá reiknuðu menn ekki með því að þetta væri hægt, en við erum að sýna fram á að þetta er hægt,“ segir Egill og ávinningurinn er ótvíræður. Loftgæði aukast, mengun minnkar og vinnuumhverfi verður betra Loftgæði muni til að mynda aukast þar sem NOx- og sótmengun er engin frá bílunum. Þá er ljóst að koltvísýringslosun muni minnka til muna en þungaflutningsbílar eiga tæplega fimmtán prósent af allri losun í vegasamgöngum, þrátt fyrir að vera aðeins 1,7 prósent af öllum bensín og dísilökutækjum á Íslandi. Þar að auki væri í raun hægt að spara rafmagn en í fyrri áætlunum stjórnvalda var gert ráð fyrir að áttatíu prósent allra þungaflutningabíla yrðu keyrðir á vetni. Til að framleiða vetni þarf talsvert meira rafmagn heldur en ef það er notað beint. „Í þeim sviðsmyndum sem þar komu fram þá þurfti allt að 3,1 teravattsstund af raforku til þess að keyra allar vegasamgöngur en við höfum reiknað út að ef við náum að nota rafmagn beint í öllum vegasamgöngum þá erum við að tala um tvær teravattsstundir,“ segir Egill. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og Ólafur Árnason, sölustjóri Volvo.Vísir/Sigurjón „Það sem er mjög mikilvægt er að ef við getum notað rafmagn beint á ökutæki í öllum vegasamgöngum þá getum við verið að spara orkunotkun sem jafngildir orkunotkun allra heimila á Íslandi á heilu ári,“ segir hann enn fremur. Hljóðmengun er annar þáttur en bílarnir eru nánast hljóðlausir sem býður upp á þá valmöguleika að hægt sé að nota bílana á kvöldin og morgnanna, jafnvel á nóttunni. Vinnuumhverfi bílstjóra bætist einnig til muna, auk hljóðleysis er titringurinn nánast enginn. Þörf á uppbyggingu innviða og ráðherra skoðar styrki Áskoranir eru þó til staðar. Í fyrsta lagi er kostnaðurinn til að byrja með talsvert hærri en þegar kemur að hefðbundnum vörubílum, þó raforkan sé til lengri tíma ódýrari. „Dýrustu bílarnir sem við erum að afhenda hérna eru í kringum 60 milljónir og ódýrustu bílarnir kannski 35 til 40, það eru minni bílarnir. Þannig enn þá er þetta dálítill þröskuldur en þar veit ég að umhverfisráðherra er að undirbúa auglýsingu á tækjakaupastyrkjum til þess að hjálpa þessum frumkvöðlum sem eru að taka þessi fyrstu skref og ákveðna áhættu í því,“ segir Egill. Innviðir eru annað vandamál. „Akkúrat eins og staðan er núna þá eru hraðhleðsluinnviðir ekki í nógu góðu standi og þar þurfum við Íslendingar að taka okkur á,“ segir Egill en umhverfisráðherra bauð á dögunum út styrki til uppsetningar á hleðsluinnviðum sem duga bæði fyrir vörubíla og fólksbíla og það lofi góðu. Á landsbyggðinni er þó ljóst að það þurfi verulega að bæta í. „Það þarf bæði hleðsluinnviði og það þarf að koma þeim í jaðarbyggðirnar líka, þetta má ekki bara vera á meginleiðunum því að fólk þarf að geta treyst því að geta átt rafbíl í jaðarbyggðunum. Ef við ætlum að koma bílaleigubílunum á rafmagn þá þurfum við líka að geta treyst því að túristarnir komist á skoðunarstaðinn og heim á hótelið aftur, það má ekki gleyma því,“ segir Egill. Þá bendir hann á að vegakerfið á Íslandi sé hluti af orkuskiptunum og nauðsynlegt að það sé með ásættanlegum hætti. Það gangi til að mynda ekki að varla er hægt að komast yfir heiðar á veturna og að bílar geti orðið rafmagnslausir þar. „Þannig þetta er stórt verkefni, mjög mikilvægt en mjög stórt,“ segir hann. Brimborg muni leggja sitt af mörkum með því aðstoða fyrirtæki við að setja upp hleðslustöðvar fyrir sína bíla og er í undirbúningi ný og stærri háhraða hleðslustöð í Reykjanesbæ fyrir allar gerðir rafknúinna ökutækja. Gríðarlega stórt verkefni en fjárfesting til framtíðar Miðað við vörulínuna sem nú er í boði segir Egill að það væri tæknilega hægt að skipta helmingi af öllum þungaflutningabílum út strax. Það er þó ekki þar með sagt að verkefninu sé lokið, lengri leiðir eru enn áskorun, en þau sjá fyrir sér að þetta verði í þremur fösum á næstu tíu árum. „Við tökum á næstu þremur til fimm árum þessar léttustu leiðir, byrjum þar, næst erfiðustu leiðirnar á næstu fimm til sjö árum, og svo alerfiðustu leiðirnar á næstu sjö til tíu árum. Þannig svona árið 2035 til 2040, sem er dálítið í samræmi við nýja orkuspá Orkustofnunar, þá verði öll nýskráð ökutæki á hverju ári keyrð á rafmagni,“ segir Egill. Af 278 þúsund skráðum ökutækjum á landinu eru ekki nema átján þúsund rafknúin, sem er nokkuð ímarkmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni en ef okkur tekst þetta ekki þá náum við ekki þessu markmiði. Þegar maður setur sér metnaðarfull markmið eins og stjórnvöld hafa gert þá þurfa að fylgja metnaðarfullar aðgerðir, það þarf að fara saman. Þetta er tæknilega hægt en það þarf ýmislegt að ganga upp,“ segir Egill. „Þetta er fjárfesting til lengri tíma og hún mun borga sig. Svo er líka mikilvægt að hafa í huga að á næstu árum verða auknar kröfur á fyrirtæki að draga úr losun og loftmengum og það verður jafnvel verðlagt með einhvers konar gjöldum og kostnaði. Þannig það er gott að taka fyrstu skrefin núna, læra af þessari nýju tækni og vera undirbúin þegar löggjafinn skellur á okkur,“ segir hann enn fremur. Orkumál Bílar Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14. apríl 2023 15:34 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Fjórtán rafmagnsvörubílar af ýmsum stærðum og gerðum voru afhentir til níu fyrirtækja fyrir helgi en bílarnir sem um ræðir eru allt að 50 tonn að heildarþyngd. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir þau lengi hafa haft áhuga á rafmagnsbílum og því hafi þau stokkið á tækifærið þegar Volvo Trucks tilkynnti um vörulínuna. „Þetta er mjög spennandi verkefni og stór stund. Það eru 109 ár síðan fyrstu vörubílarnir komu til Íslands og nú eru fyrsti rafmagnsvörubílarnir komnir til Íslands,“ segir Egill. „Síðan sjáum við fram á að þetta verkefni muni bara vaxa eftir því sem að mánuðirnir og árin líða.“ Sýnt var frá bílunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi. Uppgefin drægni fyrir bílana með fullan farm er um tvö hundruð til þrjú hundruð kílómetra, sem er nóg fyrir að minnsta kosti helming allra flutningsleiða á Íslandi. Með hleðslu inni á milli, til að mynda á hvíldartímum bílstjóra, er hægt að bæta við ríflega hundrað kílómetrum yfir daginn. „Þetta er algjörlega byltingakennt og aðeins fyrir nokkrum mánuðum síðan þá reiknuðu menn ekki með því að þetta væri hægt, en við erum að sýna fram á að þetta er hægt,“ segir Egill og ávinningurinn er ótvíræður. Loftgæði aukast, mengun minnkar og vinnuumhverfi verður betra Loftgæði muni til að mynda aukast þar sem NOx- og sótmengun er engin frá bílunum. Þá er ljóst að koltvísýringslosun muni minnka til muna en þungaflutningsbílar eiga tæplega fimmtán prósent af allri losun í vegasamgöngum, þrátt fyrir að vera aðeins 1,7 prósent af öllum bensín og dísilökutækjum á Íslandi. Þar að auki væri í raun hægt að spara rafmagn en í fyrri áætlunum stjórnvalda var gert ráð fyrir að áttatíu prósent allra þungaflutningabíla yrðu keyrðir á vetni. Til að framleiða vetni þarf talsvert meira rafmagn heldur en ef það er notað beint. „Í þeim sviðsmyndum sem þar komu fram þá þurfti allt að 3,1 teravattsstund af raforku til þess að keyra allar vegasamgöngur en við höfum reiknað út að ef við náum að nota rafmagn beint í öllum vegasamgöngum þá erum við að tala um tvær teravattsstundir,“ segir Egill. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og Ólafur Árnason, sölustjóri Volvo.Vísir/Sigurjón „Það sem er mjög mikilvægt er að ef við getum notað rafmagn beint á ökutæki í öllum vegasamgöngum þá getum við verið að spara orkunotkun sem jafngildir orkunotkun allra heimila á Íslandi á heilu ári,“ segir hann enn fremur. Hljóðmengun er annar þáttur en bílarnir eru nánast hljóðlausir sem býður upp á þá valmöguleika að hægt sé að nota bílana á kvöldin og morgnanna, jafnvel á nóttunni. Vinnuumhverfi bílstjóra bætist einnig til muna, auk hljóðleysis er titringurinn nánast enginn. Þörf á uppbyggingu innviða og ráðherra skoðar styrki Áskoranir eru þó til staðar. Í fyrsta lagi er kostnaðurinn til að byrja með talsvert hærri en þegar kemur að hefðbundnum vörubílum, þó raforkan sé til lengri tíma ódýrari. „Dýrustu bílarnir sem við erum að afhenda hérna eru í kringum 60 milljónir og ódýrustu bílarnir kannski 35 til 40, það eru minni bílarnir. Þannig enn þá er þetta dálítill þröskuldur en þar veit ég að umhverfisráðherra er að undirbúa auglýsingu á tækjakaupastyrkjum til þess að hjálpa þessum frumkvöðlum sem eru að taka þessi fyrstu skref og ákveðna áhættu í því,“ segir Egill. Innviðir eru annað vandamál. „Akkúrat eins og staðan er núna þá eru hraðhleðsluinnviðir ekki í nógu góðu standi og þar þurfum við Íslendingar að taka okkur á,“ segir Egill en umhverfisráðherra bauð á dögunum út styrki til uppsetningar á hleðsluinnviðum sem duga bæði fyrir vörubíla og fólksbíla og það lofi góðu. Á landsbyggðinni er þó ljóst að það þurfi verulega að bæta í. „Það þarf bæði hleðsluinnviði og það þarf að koma þeim í jaðarbyggðirnar líka, þetta má ekki bara vera á meginleiðunum því að fólk þarf að geta treyst því að geta átt rafbíl í jaðarbyggðunum. Ef við ætlum að koma bílaleigubílunum á rafmagn þá þurfum við líka að geta treyst því að túristarnir komist á skoðunarstaðinn og heim á hótelið aftur, það má ekki gleyma því,“ segir Egill. Þá bendir hann á að vegakerfið á Íslandi sé hluti af orkuskiptunum og nauðsynlegt að það sé með ásættanlegum hætti. Það gangi til að mynda ekki að varla er hægt að komast yfir heiðar á veturna og að bílar geti orðið rafmagnslausir þar. „Þannig þetta er stórt verkefni, mjög mikilvægt en mjög stórt,“ segir hann. Brimborg muni leggja sitt af mörkum með því aðstoða fyrirtæki við að setja upp hleðslustöðvar fyrir sína bíla og er í undirbúningi ný og stærri háhraða hleðslustöð í Reykjanesbæ fyrir allar gerðir rafknúinna ökutækja. Gríðarlega stórt verkefni en fjárfesting til framtíðar Miðað við vörulínuna sem nú er í boði segir Egill að það væri tæknilega hægt að skipta helmingi af öllum þungaflutningabílum út strax. Það er þó ekki þar með sagt að verkefninu sé lokið, lengri leiðir eru enn áskorun, en þau sjá fyrir sér að þetta verði í þremur fösum á næstu tíu árum. „Við tökum á næstu þremur til fimm árum þessar léttustu leiðir, byrjum þar, næst erfiðustu leiðirnar á næstu fimm til sjö árum, og svo alerfiðustu leiðirnar á næstu sjö til tíu árum. Þannig svona árið 2035 til 2040, sem er dálítið í samræmi við nýja orkuspá Orkustofnunar, þá verði öll nýskráð ökutæki á hverju ári keyrð á rafmagni,“ segir Egill. Af 278 þúsund skráðum ökutækjum á landinu eru ekki nema átján þúsund rafknúin, sem er nokkuð ímarkmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni en ef okkur tekst þetta ekki þá náum við ekki þessu markmiði. Þegar maður setur sér metnaðarfull markmið eins og stjórnvöld hafa gert þá þurfa að fylgja metnaðarfullar aðgerðir, það þarf að fara saman. Þetta er tæknilega hægt en það þarf ýmislegt að ganga upp,“ segir Egill. „Þetta er fjárfesting til lengri tíma og hún mun borga sig. Svo er líka mikilvægt að hafa í huga að á næstu árum verða auknar kröfur á fyrirtæki að draga úr losun og loftmengum og það verður jafnvel verðlagt með einhvers konar gjöldum og kostnaði. Þannig það er gott að taka fyrstu skrefin núna, læra af þessari nýju tækni og vera undirbúin þegar löggjafinn skellur á okkur,“ segir hann enn fremur.
Orkumál Bílar Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14. apríl 2023 15:34 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12
Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14. apríl 2023 15:34
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30