Formlega hættur hjá Twitter: „Ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði“ Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 20:16 Haraldur Þorleifsson hefur formlega lokið störfum fyrir Twitter. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson hefur endanlega gengið frá starfslokum sínum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Hann segir ánægjulegt að farsæl lausn hafi fundist í málinu, en það hefur mikið verið í deiglunni undanfarið. „Það er búið að leysa öll mál og ganga frá starfslokum þannig að allir séu sáttir. Twitter er og hefur verið uppáhaldssamskiptamiðillinn minn og ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði,“ segir Haraldur í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis. Mikið hefur verið fjallað um málefni Twitter eftir að auðjöfurinn Elon Musk keypti samfélagsmiðilinn og hóf róttækar breytingar á rekstri hans. Meðal þess sem hann gerði var að segja upp fjöldanum öllum af starfsmönnum Twitter. Meðal þeirra var Haraldur, sem starfað hafði hjá Twitter frá því að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtæki sitt Ueno árið 2021. Hins vegar kom fljótt í ljós að starfslok hans voru hvorki klöppuð né klár. Mikla athygli vakti þegar Haraldur bauð Musk birginn opinberlega og eins konar ritdeila hófst milli þeirra á Twitter. Auðjöfurinn ýjaði meðal annars að því að Haraldur hefði lítið gert í vinnunni og borið fyrir sig taugahrörnunarsjúkdóm sem afsökun fyrir því. Loks fór það svo að Musk bað Harald afsökunar á ummælum sínum og bauð honum að koma aftur til starfa hjá Twitter. Haraldur kvaðst munu íhuga það. Þá vakti nokkra athygli nýverið þegar Musk reyndi ítrekað að taka aftur upp þráðinn í samræðum þeirra á Twitter, án þessi að Haraldur gæfi þeim tilraunum nokkurn gaum. Getur ekkert gefið upp um skilmála Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum víða að Musk hafi bakað sér mikil vandræði þegar hann ákvað að segja starfsfólki á borð við Harald upp, sem hafði ráðið sig til fyrirtækisins eftir að hafa selt því eigin fyrirtæki. Þannig hafi hann ekki íhugað að í starfslokasamningum þeirra gætu verið ákvæði um uppgreiðslu alls eftirstandandi kaupverðs fyrirtækjanna. „Ég get ekki talað um skilmálana án þess að brjóta trúnað,“ segir Haraldur við fyrirspurn um skilmála starfsloka hans. Ætlar ekki að sitja auðum höndum Haraldur segir að þessi tímamót séu gleðileg enda sé alltaf gaman að ná að leysa hlutina vel og klára mál. Hann hafi nóg á sinni könnu þrátt fyrir að vera nú formlega hættur sínu aðalstarfi. „Ég er með alls konar skemmtileg verkefni í gangi. Veitingastaðurinn Anna Jóna hefur verið opnaður, það eru að koma út fleiri lög og myndbönd frá Önnu Jónu Son. Indó, RRO, Hafnarhaus og fleiri verkefni eru að í fullum gír. Og svo erum við að plana skemmtilega ráðstefnu í haust sem ég held að muni vekja mikla athygli,“ segir Haraldur inntur eftir því hvað sé á döfinni hjá honum. Rætt var við Harald í gær hér á Vísi í gær um eitt þessara verkefni, opnun veitingastaðarins Önnu Jónu. Samfélagsmiðlar Twitter Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Athugasemd gerð við tíst Haraldar Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar. 8. mars 2023 19:24 Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
„Það er búið að leysa öll mál og ganga frá starfslokum þannig að allir séu sáttir. Twitter er og hefur verið uppáhaldssamskiptamiðillinn minn og ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði,“ segir Haraldur í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis. Mikið hefur verið fjallað um málefni Twitter eftir að auðjöfurinn Elon Musk keypti samfélagsmiðilinn og hóf róttækar breytingar á rekstri hans. Meðal þess sem hann gerði var að segja upp fjöldanum öllum af starfsmönnum Twitter. Meðal þeirra var Haraldur, sem starfað hafði hjá Twitter frá því að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtæki sitt Ueno árið 2021. Hins vegar kom fljótt í ljós að starfslok hans voru hvorki klöppuð né klár. Mikla athygli vakti þegar Haraldur bauð Musk birginn opinberlega og eins konar ritdeila hófst milli þeirra á Twitter. Auðjöfurinn ýjaði meðal annars að því að Haraldur hefði lítið gert í vinnunni og borið fyrir sig taugahrörnunarsjúkdóm sem afsökun fyrir því. Loks fór það svo að Musk bað Harald afsökunar á ummælum sínum og bauð honum að koma aftur til starfa hjá Twitter. Haraldur kvaðst munu íhuga það. Þá vakti nokkra athygli nýverið þegar Musk reyndi ítrekað að taka aftur upp þráðinn í samræðum þeirra á Twitter, án þessi að Haraldur gæfi þeim tilraunum nokkurn gaum. Getur ekkert gefið upp um skilmála Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum víða að Musk hafi bakað sér mikil vandræði þegar hann ákvað að segja starfsfólki á borð við Harald upp, sem hafði ráðið sig til fyrirtækisins eftir að hafa selt því eigin fyrirtæki. Þannig hafi hann ekki íhugað að í starfslokasamningum þeirra gætu verið ákvæði um uppgreiðslu alls eftirstandandi kaupverðs fyrirtækjanna. „Ég get ekki talað um skilmálana án þess að brjóta trúnað,“ segir Haraldur við fyrirspurn um skilmála starfsloka hans. Ætlar ekki að sitja auðum höndum Haraldur segir að þessi tímamót séu gleðileg enda sé alltaf gaman að ná að leysa hlutina vel og klára mál. Hann hafi nóg á sinni könnu þrátt fyrir að vera nú formlega hættur sínu aðalstarfi. „Ég er með alls konar skemmtileg verkefni í gangi. Veitingastaðurinn Anna Jóna hefur verið opnaður, það eru að koma út fleiri lög og myndbönd frá Önnu Jónu Son. Indó, RRO, Hafnarhaus og fleiri verkefni eru að í fullum gír. Og svo erum við að plana skemmtilega ráðstefnu í haust sem ég held að muni vekja mikla athygli,“ segir Haraldur inntur eftir því hvað sé á döfinni hjá honum. Rætt var við Harald í gær hér á Vísi í gær um eitt þessara verkefni, opnun veitingastaðarins Önnu Jónu.
Samfélagsmiðlar Twitter Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Athugasemd gerð við tíst Haraldar Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar. 8. mars 2023 19:24 Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19
Athugasemd gerð við tíst Haraldar Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar. 8. mars 2023 19:24
Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06
Haraldur virðist vera hættur Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært. 26. febrúar 2023 18:26