Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 09:01 F1 Grand Prix of Azerbaijan - Practice & Qualifying BAKU, AZERBAIJAN - APRIL 28: Charles Leclerc of Monaco and Ferrari prepares to drive in the garage during qualifying ahead of the F1 Grand Prix of Azerbaijan at Baku City Circuit on April 28, 2023 in Baku, Azerbaijan. (Photo by Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images) Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður. Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira