Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:15 Michael Schumacher er án nokkurs vafa þekktasta nafnið í sögu Formúlu 1 Visir/Getty Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins. Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira