Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2023 11:48 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44
Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41