Innlent

Rútan enn í ánni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rútan virðist hafa verið komin inn á brúna þegar hún valt og lenti í ánni.
Rútan virðist hafa verið komin inn á brúna þegar hún valt og lenti í ánni. Landsbjörg

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

„Það er reiknað með því að það séu einhver beinbrot,“ segir Höskuldur Erlingsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti hefur hann ekki frekari upplýsingar um líðan þeirra slösuðu. Enginn er alvarlega slasaður eða í lífshættu og þykir því mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr.

Tildrög slyssins eru ókunn en rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur við rannsókninni. 

Af myndum að dæma virðist rútunni hafa verið keyrt inn á brúna sem liggur yfir Húseyjarkvísl áður en hún valt ofan í ána. 

Rútan situr hins vegar enn í ánni, en beðið var eftir því að rannsóknarnefnd samgönguslysa kæmi á vettvang í dag. 

„Það verður svo unnið að þessu í samstarfi við tryggingafélag eiganda rútunnar,“ segir Höskuldur. 

Frá vettvangi.Lnadsbjörg
Auk lögreglunnar tók slökkviliðið, björgunarsveitarfólk og starfsfólk Rauða krossins þátt í björgunaraðgerðum.Landsbjörg
Björgunarsveitarmenn sækja farangur farþeganna úr rútunni.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×