Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2023 21:16 Óskar, sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Stundum syngur hann í þremur á einum degi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+ Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+
Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira