Fyrsta kjaftasagan hafi farið á flug skömmu eftir tilkynningu lögreglu Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 10:18 Samúel Ívar Árnason og bróðir hans, Stefán Arnar Gunnarsson, VÍSIR/VILHELM/LÖGREGLAN Bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar segist vona að færsla sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína um helgina muni koma í veg fyrir að hlutir endurtaki sig í starfsumhverfi þjálfara á Íslandi. Hann segir fyrstu kjaftasöguna um bróður sinn hafa farið á flug sex tímum eftir að lögreglan lýsti eftir honum. Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, skrifaði áhrifamikinn pistil á Facebook-síðu sína um helgina. Pistillinn fjallar að miklu leyti um dagana fram að hvarfi Stefáns Arnars en hann hvarf í byrjun mars og fannst nýlega látinn. Samúel var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um færsluna og fór nánar yfir atburðarásina. Hann segist hafa birt færsluna til þess að uppræta sögur sem höfðu farið á flug eftir hvarfið og til þess að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Okkur fannst tímabært að reyna að rétta þá umræðu í áttina sem við sjáum þetta. Við höfum reynt að velta öllum steinum, ekki bara ég heldur líka vinir hans. Þetta er svona samantekt á atburðarásinni eins og við sjáum hana. Mér finnst mikilvægt að setja hana fram, ég reyni að setja hana fram sem atburðarás sem leiðir til harmleiks. Ekki til þess að ráðast á fólk heldur til þess að mögulega læra af þessu. Koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur,“ sagði Samúel. Klippa: Bítið - Hræðileg atburðarrás ýtti honum fram af brúninni Líkt og hann fór yfir í færslunni var ákveðinn samskiptavandi til staðar milli Stefáns Arnars og foreldra barna sem hann þjálfaði en hann þjálfaði 3. flokk karla í handbolta hjá HK. Hann segir það vera sífellt algengara að foreldrar þykist vera sérfræðingar í því hvernig eigi að stilla upp liði. „Og eru ófeimin við að segja það. Þetta fólk er ekki á gólfinu með hópnum í fjórar eða fimm æfingar í viku. Það veit ekki hver er að standa sig best og það er ótrúlega algengt að menn fari upp á háa C-ið og vaði í manninn. Það hafa fleiri þjálfarar talað við mig, ekki bara eftir pistilinn heldur líka fyrir hann. Það hafa fleiri þjálfarar í öðrum íþróttagreinum og hjá öðrum félögum. Þessi pistill snýr ekki að því að HK sé svona eða hinsegin. En atburðarásin gerist þar. Þar eru einhverjir sem eru leikendur í þessu og þess vegna er nafn félagsins þarna inni,“ segir Samúel. Sögusagnir um erfiðleika í samskiptum Hann segir bróður sinn ekki hafa viljað að einhver ætti sitt sæti nema á sínum eigin verðleikum. Við það myndaðist núningur og af stað fóru sögusagnir um erfiðleika hans í samskiptum. Það væri ómögulegt að vinna með honum og hann héldi aldrei starfi. Í byrjun janúar hafði Stefán Arnar verið boðaður á fund þar sem undirtónninn var að það ætti að losa sig við hann. Það var þó ekki gert þar sem ekki voru allir sammála um það. Tveimur vikum síðar var hann þó rekinn og vísað var til samskiptavanda. Viku fyrir það hafði Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) borist nafnlaust bréf byggt á sögusögnum sem að sögn Samúels áttu ekki við rök að styðjast. Stefán Arnar var ekki látinn vita af umræddu bréfi fyrr en tveimur vikum síðar. Þá er honum sagt að ÍSÍ hafi hætt að rannsaka málið þar sem hann sé ekki lengur starfandi hjá HK. Eftir að hafa fengið að vita það frá samskiptafulltrúa ÍSÍ óskaði hann eftir fundi með honum. „Þar fara þeir yfir þessar ásakanir sem eru auðsvaraðar og auðleystar. Því það eru engin atvik og engin fórnarlömb. Að því sem við fáum best séð er það bara tilbúningur. Fundinum er lýkur svo á því að hann er skilinn eftir með það að HK geti vísað í staðreyndir málsins ef eitthvað félag vill ráða hann. Sama dag þá hverfur hann,“ segir Samúel. Fyrsta kjaftasagan sex tímum eftir eftirlýsingu Lögreglan lýsti eftir Stefáni Arnari klukkan tíu um morgun og segist Samúel hafa heyrt fyrstu kjaftasöguna sex tímum síðar. Var hún um það að Stefán Arnar hafi flúið eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni. „Pistillinn minn er ádeila á þetta. Hversu fljót við erum að grípa eitthvað og bera áfram. Ef ég segi ykkur sömu söguna tíu sinnum get ég lofað ykkur því að hún er betri í tíunda skiptið,“ segir Samúel. „Í þessum bransa er mannorðið allt sem þú hefur. Arnar var enginn kjáni, hann veit það alveg. Hann var frábær kennari en handboltinn var fjölskyldan hans. Ígildi fjölskyldu.“ Vill að betur verði tekið um svona mál Samúel hefur rætt við aðila hjá HK eftir hvarfið. Hann og faðir þeirra Stefáns Arnars fóru á fund með framkvæmdastjóra félagsins, fulltrúa frá barna- og unglingaráði og fulltrúa frá aðalstjórn. „Við sögðum að við værum ekki komnir þangað með fyrirfram ákveðinn sannleika í huga. Auðvitað trúðum við því innst inni að hann hafi ekki gert þetta. Eða gert eitthvað ósæmilegt. Við þurftum að fá einhverja lokun á þetta en þau komu algjörlega af fjöllum. Sögðust ekki hafa neitt þannig. Það versta sem HK gat sagt mér var að hann bar hitakrem á þá. Ef það er glæpur í starfi þjálfara þegar enginn sjúkraþjálfari fylgir ekki yngri flokkum þá veit ég ekki hvert við erum komin,“ segir Samúel. Hann kallar eftir því að betur verði tekið um svona mál, það taki gríðarlega á að vera stanslaust í einhverjum ágreiningi. „Það þrífst enginn vel á að vera í einhverju svoleiðis. Þetta er bara sorgarsaga. Það hefði verið hægt að grípa inn í með öðrum vinnubrögðum. Hver passar upp á þjálfarann? Hvaða ferli eru málin að fara í? Ef það er einhver ágreiningur, hvernig er hann leystur?“ segir Samúel. Skömmin hjá þeim sem skemmir mannorð Hann hefur ekki heyrt frá félaginu eftir að hafa birt færsluna um helgina en segist eiga von á því. Þá væri hann gjarnan til í að sá aðili sem sendi bréfin til ÍSÍ og Kópavogsskóla myndi stíga fram og standa fyrir máli sínu. „Mér finnst skömmin vera þar. Ef þú ætlar að kasta fram alvarlegum ásökunum og sverta mannorð einhvers finnst mér að þú ættir að gera það í eigin persónu. Mér finnst að þeir sem standa að baki svona aðför að mannorði megi skammast sín. Við sem komum nálægt íþróttastarfi barnanna okkar megum vanda okkur betur. Mannorðið er allt í þessu. Þegar hann upplifir að mannorðið sé skemmt finnst honum hann vera komið í eitthvað öngstræti sem hann kemst ekki úr,“ segir Samúel. Handbolti Lögreglumál Bítið Íþróttir barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm“ Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við því hvers vegna saga bróður hans endaði með þeim hætti sem hún gerði. Arnar fannst látinn fyrir tveimur vikum en þá hafði hans verið leitað í um mánuð. 15. apríl 2023 17:32 Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. 5. apríl 2023 13:03 Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, skrifaði áhrifamikinn pistil á Facebook-síðu sína um helgina. Pistillinn fjallar að miklu leyti um dagana fram að hvarfi Stefáns Arnars en hann hvarf í byrjun mars og fannst nýlega látinn. Samúel var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um færsluna og fór nánar yfir atburðarásina. Hann segist hafa birt færsluna til þess að uppræta sögur sem höfðu farið á flug eftir hvarfið og til þess að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Okkur fannst tímabært að reyna að rétta þá umræðu í áttina sem við sjáum þetta. Við höfum reynt að velta öllum steinum, ekki bara ég heldur líka vinir hans. Þetta er svona samantekt á atburðarásinni eins og við sjáum hana. Mér finnst mikilvægt að setja hana fram, ég reyni að setja hana fram sem atburðarás sem leiðir til harmleiks. Ekki til þess að ráðast á fólk heldur til þess að mögulega læra af þessu. Koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur,“ sagði Samúel. Klippa: Bítið - Hræðileg atburðarrás ýtti honum fram af brúninni Líkt og hann fór yfir í færslunni var ákveðinn samskiptavandi til staðar milli Stefáns Arnars og foreldra barna sem hann þjálfaði en hann þjálfaði 3. flokk karla í handbolta hjá HK. Hann segir það vera sífellt algengara að foreldrar þykist vera sérfræðingar í því hvernig eigi að stilla upp liði. „Og eru ófeimin við að segja það. Þetta fólk er ekki á gólfinu með hópnum í fjórar eða fimm æfingar í viku. Það veit ekki hver er að standa sig best og það er ótrúlega algengt að menn fari upp á háa C-ið og vaði í manninn. Það hafa fleiri þjálfarar talað við mig, ekki bara eftir pistilinn heldur líka fyrir hann. Það hafa fleiri þjálfarar í öðrum íþróttagreinum og hjá öðrum félögum. Þessi pistill snýr ekki að því að HK sé svona eða hinsegin. En atburðarásin gerist þar. Þar eru einhverjir sem eru leikendur í þessu og þess vegna er nafn félagsins þarna inni,“ segir Samúel. Sögusagnir um erfiðleika í samskiptum Hann segir bróður sinn ekki hafa viljað að einhver ætti sitt sæti nema á sínum eigin verðleikum. Við það myndaðist núningur og af stað fóru sögusagnir um erfiðleika hans í samskiptum. Það væri ómögulegt að vinna með honum og hann héldi aldrei starfi. Í byrjun janúar hafði Stefán Arnar verið boðaður á fund þar sem undirtónninn var að það ætti að losa sig við hann. Það var þó ekki gert þar sem ekki voru allir sammála um það. Tveimur vikum síðar var hann þó rekinn og vísað var til samskiptavanda. Viku fyrir það hafði Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) borist nafnlaust bréf byggt á sögusögnum sem að sögn Samúels áttu ekki við rök að styðjast. Stefán Arnar var ekki látinn vita af umræddu bréfi fyrr en tveimur vikum síðar. Þá er honum sagt að ÍSÍ hafi hætt að rannsaka málið þar sem hann sé ekki lengur starfandi hjá HK. Eftir að hafa fengið að vita það frá samskiptafulltrúa ÍSÍ óskaði hann eftir fundi með honum. „Þar fara þeir yfir þessar ásakanir sem eru auðsvaraðar og auðleystar. Því það eru engin atvik og engin fórnarlömb. Að því sem við fáum best séð er það bara tilbúningur. Fundinum er lýkur svo á því að hann er skilinn eftir með það að HK geti vísað í staðreyndir málsins ef eitthvað félag vill ráða hann. Sama dag þá hverfur hann,“ segir Samúel. Fyrsta kjaftasagan sex tímum eftir eftirlýsingu Lögreglan lýsti eftir Stefáni Arnari klukkan tíu um morgun og segist Samúel hafa heyrt fyrstu kjaftasöguna sex tímum síðar. Var hún um það að Stefán Arnar hafi flúið eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni. „Pistillinn minn er ádeila á þetta. Hversu fljót við erum að grípa eitthvað og bera áfram. Ef ég segi ykkur sömu söguna tíu sinnum get ég lofað ykkur því að hún er betri í tíunda skiptið,“ segir Samúel. „Í þessum bransa er mannorðið allt sem þú hefur. Arnar var enginn kjáni, hann veit það alveg. Hann var frábær kennari en handboltinn var fjölskyldan hans. Ígildi fjölskyldu.“ Vill að betur verði tekið um svona mál Samúel hefur rætt við aðila hjá HK eftir hvarfið. Hann og faðir þeirra Stefáns Arnars fóru á fund með framkvæmdastjóra félagsins, fulltrúa frá barna- og unglingaráði og fulltrúa frá aðalstjórn. „Við sögðum að við værum ekki komnir þangað með fyrirfram ákveðinn sannleika í huga. Auðvitað trúðum við því innst inni að hann hafi ekki gert þetta. Eða gert eitthvað ósæmilegt. Við þurftum að fá einhverja lokun á þetta en þau komu algjörlega af fjöllum. Sögðust ekki hafa neitt þannig. Það versta sem HK gat sagt mér var að hann bar hitakrem á þá. Ef það er glæpur í starfi þjálfara þegar enginn sjúkraþjálfari fylgir ekki yngri flokkum þá veit ég ekki hvert við erum komin,“ segir Samúel. Hann kallar eftir því að betur verði tekið um svona mál, það taki gríðarlega á að vera stanslaust í einhverjum ágreiningi. „Það þrífst enginn vel á að vera í einhverju svoleiðis. Þetta er bara sorgarsaga. Það hefði verið hægt að grípa inn í með öðrum vinnubrögðum. Hver passar upp á þjálfarann? Hvaða ferli eru málin að fara í? Ef það er einhver ágreiningur, hvernig er hann leystur?“ segir Samúel. Skömmin hjá þeim sem skemmir mannorð Hann hefur ekki heyrt frá félaginu eftir að hafa birt færsluna um helgina en segist eiga von á því. Þá væri hann gjarnan til í að sá aðili sem sendi bréfin til ÍSÍ og Kópavogsskóla myndi stíga fram og standa fyrir máli sínu. „Mér finnst skömmin vera þar. Ef þú ætlar að kasta fram alvarlegum ásökunum og sverta mannorð einhvers finnst mér að þú ættir að gera það í eigin persónu. Mér finnst að þeir sem standa að baki svona aðför að mannorði megi skammast sín. Við sem komum nálægt íþróttastarfi barnanna okkar megum vanda okkur betur. Mannorðið er allt í þessu. Þegar hann upplifir að mannorðið sé skemmt finnst honum hann vera komið í eitthvað öngstræti sem hann kemst ekki úr,“ segir Samúel.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Handbolti Lögreglumál Bítið Íþróttir barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm“ Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við því hvers vegna saga bróður hans endaði með þeim hætti sem hún gerði. Arnar fannst látinn fyrir tveimur vikum en þá hafði hans verið leitað í um mánuð. 15. apríl 2023 17:32 Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. 5. apríl 2023 13:03 Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
„Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm“ Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við því hvers vegna saga bróður hans endaði með þeim hætti sem hún gerði. Arnar fannst látinn fyrir tveimur vikum en þá hafði hans verið leitað í um mánuð. 15. apríl 2023 17:32
Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. 5. apríl 2023 13:03
Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49