Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. apríl 2023 22:02 Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða. Vísir/Egill Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00