Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 14:20 Elon Musk er stórhuga um framtíð Twitter sem smáforrit. Getty/Nathan Stirk Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. Upplýsingar um breytingarnar komu í ljós í dómskjali sem var lagt fram í dómssal í Kaliforníu 4. apríl síðastliðinn. Skjalið er hluti af málssókn hægrisinnaða aktívistans Lauru Loomer gegn Twitter og fyrrverandi forstjóra þess, Jack Dorsey. Það er ekki ljóst hvaða þýðingu breytingin hefur fyrir Twitter sem Elon Musk keypti fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Musk hefur frá kaupunum ráðist í fjölda breytinga á forritinu sem hafa notið mismikilla vinsælda og nú hlýtur meira að vera í vændum. X-forrit, X-hlutafélög og barnið X Musk hefur áður talað um það að kaupin á Twitter séu hvati að sköpun X sem hann hefur lýst sem framtíðar-ofurforriti, eins konar allt-múlig-smáforriti. Hann hefur lýst X sem forriti svipuðu hinu kínverska WeChat, ofurforriti í eigu Tencent Holdings, sem er notað í allt frá miðabókunum og kortagreiðslum yfir í textaskilaboð. Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana með viðskiptaveldi sitt.Getty/Justin Sullivan Þegar Musk hóf yfirtöku sína á Twitter í apríl á síðasta ári stofnaði hann þrjú eignarhaldsfélög í Delaware sem voru öll afbrigði af nafninu „X Holdings“. Hins vegar var X Corp. stofnað 9. mars síðastliðinn í Nevada og var samruni þess við Twitter lagður fram opinberlega þann 15. mars síðastliðinn. Musk er forseti X Corp. og móðurfélags þess, X Holdings Corp., sem var líka stofnað í síðasta mánuði og er með samþykkt hlutafé upp á tvær milljónir Bandaríkjadala samkvæmt opinberum skjölum. Musk á sömuleiðis lénið X.com og notaði það fyrir netgreiðslufyrirtækið sem hann stofnaði og rann að endingu saman við PayPal. Bókstafurinn x er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Musk og hefur hann notað hann í alls konar nafngiftum. Hann skeytti honum aftan við fyrirtækið sitt SpaceX og bjó til Model X útgáfu af Tesla-bíl sínum. Fyrsta barn Musk með tónlistarkonunni Grimes heitir jafnframt X Æ A-12. í morgun birti hann síðan tíst á Twitter sem samanstóð einungis af bókstafnum X. X— Elon Musk (@elonmusk) April 11, 2023 Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Upplýsingar um breytingarnar komu í ljós í dómskjali sem var lagt fram í dómssal í Kaliforníu 4. apríl síðastliðinn. Skjalið er hluti af málssókn hægrisinnaða aktívistans Lauru Loomer gegn Twitter og fyrrverandi forstjóra þess, Jack Dorsey. Það er ekki ljóst hvaða þýðingu breytingin hefur fyrir Twitter sem Elon Musk keypti fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Musk hefur frá kaupunum ráðist í fjölda breytinga á forritinu sem hafa notið mismikilla vinsælda og nú hlýtur meira að vera í vændum. X-forrit, X-hlutafélög og barnið X Musk hefur áður talað um það að kaupin á Twitter séu hvati að sköpun X sem hann hefur lýst sem framtíðar-ofurforriti, eins konar allt-múlig-smáforriti. Hann hefur lýst X sem forriti svipuðu hinu kínverska WeChat, ofurforriti í eigu Tencent Holdings, sem er notað í allt frá miðabókunum og kortagreiðslum yfir í textaskilaboð. Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana með viðskiptaveldi sitt.Getty/Justin Sullivan Þegar Musk hóf yfirtöku sína á Twitter í apríl á síðasta ári stofnaði hann þrjú eignarhaldsfélög í Delaware sem voru öll afbrigði af nafninu „X Holdings“. Hins vegar var X Corp. stofnað 9. mars síðastliðinn í Nevada og var samruni þess við Twitter lagður fram opinberlega þann 15. mars síðastliðinn. Musk er forseti X Corp. og móðurfélags þess, X Holdings Corp., sem var líka stofnað í síðasta mánuði og er með samþykkt hlutafé upp á tvær milljónir Bandaríkjadala samkvæmt opinberum skjölum. Musk á sömuleiðis lénið X.com og notaði það fyrir netgreiðslufyrirtækið sem hann stofnaði og rann að endingu saman við PayPal. Bókstafurinn x er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Musk og hefur hann notað hann í alls konar nafngiftum. Hann skeytti honum aftan við fyrirtækið sitt SpaceX og bjó til Model X útgáfu af Tesla-bíl sínum. Fyrsta barn Musk með tónlistarkonunni Grimes heitir jafnframt X Æ A-12. í morgun birti hann síðan tíst á Twitter sem samanstóð einungis af bókstafnum X. X— Elon Musk (@elonmusk) April 11, 2023
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23
Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24
Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02