Fjölskyldunni hótað lífláti eftir að hann sakaði Valverde um árás Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:30 Federico Valverde og Alex Baena í baráttu um boltann í Madrid á laugardaginn. Valverde er sakaður um að hafa ráðist á Baena eftir leikinn. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Knattspyrnumaðurinn Alex Baena, hinn 21 árs gamli leikmaður Villarreal, hefur kært Federico Valverde hjá Real Madrid til lögreglu og sakað hann um árás eftir 3-2 sigur Villarreal gegn Real í spænsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira