„Virðingin sem hann fékk var núll“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. apríl 2023 13:01 Guðbjörg segir að heimilislæknir Þorvaldar hafi afneitað honum í stað þess að hjálpa honum. Þorvaldur hafi ekki fengið hlustun og verið sárkvalinn af krabbameini en sagt að slaka á. Þorvaldur reyndi að harka af sér en loks þegar hann fékk rétta greiningu var hann kominn á endastöð. Samsett Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis. Þrátt fyrir að Landlæknisembættið hafi komist að þeirri niðurstöðu að um verulega vanrækslu hafi verið að ræða fá börn Guðbjargar engar bætur frá Sjúktratryggingum Íslands. Var alla tíð heilsuhraustur og iðinn Þorvaldur og Guðbjörg slitu sambúð árið 2004 en þau áttu saman Ragnar Smára sem er fæddur 1999 og Selmu Huld sem er fædd 2003. Þau kynntust ung að árum og að sögn Guðbjargar voru tengslin á milli þeirra alltaf gífurlega sterk. Fjölskyldan bjó um árabil í Danmörku. „Við höfðum verið vinir í um þrjátíu ár eða svo, nokkru áður en við byrjuðum sambúð og svo einnig eftir að okkar sambúð lauk. Þorvaldur var alltaf mjög lokaður einstaklingur og talaði aldrei um tilfinningar eða ef eitthvað bjátaði á við neinn, nema mig. Okkar samband var því einstakt og fáir vissu eða skildu það. En það skipti okkur engu máli," segir Guðbjörg. Guðbjörg Hrafnhetta og Þorvaldur áttu einstakt og náið samband, sem hélt áfram eftir að sambúð þeirra lauk.Aðsend Þorvaldur hafði æft frjálsar íþróttir og fimleika frá barnsaldri og var ávallt mjög heilsuhraustur og í góðu formi. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari í frisbígolfi. Eftir að fjölskyldan flutti heim frá Danmörku vann hann lengi hjá HB Granda, við viðhald og viðgerðir á kæli- og frystitækjum félagsins, og síðustu árin starfaði hann hjá Frystitækni. Í byrjun árs 2018 fór Þorvaldur að finna fyrir gífurlegum kviðverkum sem hann reyndi af fremsta megni að harka af sér. Í bréfi sem aðstandendur Þorvaldar sendu til Landlæknis á sínum tíma kemur fram að Þorvaldur hafi fyrst leitað til heimilislæknis í júlí 2018 og verið þá sendur í magaspeglun og blóðprufur. Niðurstaða þeirra rannsókna samkvæmt lækninum var að allt væri eðlilegt og að Þorvaldur ætti að „bara að slaka á og njóta.“ Þá var honum ávísað verkja- og magalyfi hjá lækninum. Að sögn Guðbjargar héldu verkir Þorvaldar hins vegar stöðugt að ágerast og leitaði hann aftur til sama heimilislæknis. „Hann gat ekki slakað á vegna verkja. Þá fór læknirinn hans að segja honum að þetta væri bara ímyndun og að hann ætti bara að fara í frí og reyna að kúpla sig út úr stressi. Í þau skipi sem að ég hitti hann þarna í júlí og ágúst var hann svo kvalinn að það var ekki hægt að ná eðlilegum samskiptum við hann því hann var annað hvort á iði eða fór í heita sturtu, því það virtist hjálpa að einhverju leyti. Hann fékk parkodín forte hjá heimilislækni sínum sem hjálpaði oftast en stundum lítið. Hann fékk einnig alveg heilan helling að alls konar magalyfjum sem gerðu það að verkum að einkennin versnuðu svo að þarna var eiginlega verið að henda peningum í ruslið, sem hefði verið hægt að nota í annað.“ Þorvaldur var alla tíð afar heilsuhraustur; stundaði íþróttir af kappi og kenndi sér sjaldan meins. Aðsend Guðbjörg segir Þorvald hafa reynt eftir fremsta megni að láta sársaukann ekki hafa áhrif á sig. Frá því í júlí 2018 leitaði hann alls 19 sinnum á bráðamóttöku. Í ágúst 2018 fór hann með nokkrum Íslendingum til Króatíu til þess að keppa á Evrópumeistaramóti í frisbigolfi. „Áður var hann ekki viss hvort að hann ætti að fara. En hann ákvað að fara eftir að læknirinn ráðlagði honum að fara þar sem verkurinn væri bara „stress og ímyndun.“ Mótið gekk auðvitað ekki vel en hann reyndi eftir bestu getu að njóta þess á fallegum stað og á fallegu hóteli. Þegar ég talaði við hann sagðist hann njóta þess og ná að slappa mikið af en verkirnir voru alltaf til staðar. Hann fór til Serbíu en ákvað svo í skyndi að fara til Ástralíu, þar sem að hann hafði alltaf langað að fara aftur og sjá hvar hann fæddist og er ég svolítið fegin að hann hafi gert það.“ Sagt að leita til SÁÁ Þorvaldur kom aftur til Íslands í október 2018. „Á þessu tímabili fannst mér hann orðinn verulega horaður og ég vildi að hann færi á sjúkrahúsið að fá næringu í æð því hann gat lítið sem ekkert borðað. Áfram voru verkirnir slæmir og það var svakalega óþægilegt að horfa upp á hann kveljast svona mikið.“ Þorvaldur leitaði aftur til fyrrnefnds heimilislæknis sem benti honum á að fara í meðferð hjá SÁÁ. Í greinargerð læknisins, sem Landlæknisembættið óskaði eftir á sínum tíma, segir læknirinn meðal annars að hann hafi átt viðtöl við Þorvald árið 2018 og ekki þekkt til hans áður. Fram kemur að um hafi verið að ræða „óljósar kvartanir um verki.“ Á öðrum stað segir: „Þegar ég kom aõ málum var hann á götunni og félagsleg staða hans virtist afar slæm.“ Þá ritar læknirinn að Þorvaldur hafi frá byrjun sýnt af sér „ógnandi hegðun og verið hótandi“ og „andlegt ójafnvægi verið mikið.“ Í bréfinu til Landlæknis setja aðstandendur Þorvaldar spurningamerki við fullyrðingu heimilislæknisins um að Þorvaldur hafi leitað til hans með „óljósar kvartanir um verki“ enda hafi Þorvaldur leitað til hans sárkvalinn vegna verkja sem hann hafõi aldrei glímt við áður og ráõa mátti af sjúkrasögu hans. Þorvaldur fyrir veikindin. Undir lokin var hann orðinn 42 kíló að þyngd og óþekkjanlegur.Aðsend Þá er gagnrýnt að ekkert hafi verið spurt út í sjúkrasögu fjölskyldu Þorvaldar, einkum í ljósi þess að móðir hans lést úr krabbameini þremur árum áõur. Þá er mótmælt þeirri fullyrðingu að Þorvaldur „hafi verið á götunni og félagsleg staõa hans virtist afar slæm“ og bent á að þegar Þorvaldur leitaði til læknisins hafi hann verið í vinnu hjá Frystitækni en gat illa mætt þar sem verkirnir voru yfirgnæfandi og hann treysti sér ekki til þess að sinna starfinu sínu. Bent er á að í bréfi læknisins komi fram að samskipti hans og Þorvaldar hafi snúist um lyf og að sterk verkjalyf „hafi verið það eina sem komst að.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að læknirinn skrifaði upp á parkodin forte fyrir Þorvald sem hafi verið það eina sem sló á verkina. Þá kemur fram í bréfinu að ef hlustað hefði verið á Þorvald og honum sinnt, jafnvel þótt ekki hefði verið vitað hvað væri að hrjá hann þá hefði honum átt að vera beint til mismunandi lækna á mismunandi sérfræðistigum og að lokum krabbameinssérfræðings. „Hann hefði þá getað fengið meðferð fyrr og lifað sína síðustu daga laus við verki og mögulega fengið þriggja til fimm ára lengra líf.“ Fram kemur í bréfinu til Landlæknis að um þetta leyti, í október 2018, hafi Þorvaldi verið tjáð í afgreiðslu heilsugæslunnar að læknirinn vildi ekki hitta hann meir. Engar frekari skýringar hafi verið gefnar. Guðbjörg segir augljóst að þegar karlmaður sem ávallt hefur verið heilsuhraustur sé orðinn 52 kíló að þyngd þá ætti það að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá læknum. „Það var alveg greinilegt að það var eitthvað að og í staðinn fyrir að heimilislæknirinn hans fyndi fyrir hann rétta aðstoð þá afneitaði hann honum í staðinn.“ Löng bið eftir greiningu Hún segir Þorvald í kjölfarið hafa leitað sér aðstoðar á öðrum stöðum og meðal annars rætt við meltingarlækni á sömu heilsugæslu. Þorvaldur fór svo á Læknamiðstöðina á Höfða. „Við höldum að þar hafi kviknað hugmyndin að þetta væri líklegast krabbi. En þau vissu ekki hvar. Hann var sendur í frekari rannsókn á Landspítalanum en þegar það átti að taka sýni í fyrsta skipti þá var það ekki hægt vegna of mikils vökva í magahvoli. Hann var svo látinn bíða í um tíu daga áður en reynt var aftur en þá misheppnaðist sýnatakan og þá var beðið aftur í um tíu daga og það gekk heldur ekki." Nokkrum dögum síðar tókst sýnatakan loksins í fjórðu tilraun. Þann 20.mars 2019 kom svo í ljós að Þorvaldur var með útbreitt briskrabbamein. Í skýrslu sérfræðilæknis á Landspítalanum, sem vitnað er til í bréfinu til Landlæknis, kemur fram að fyrirhugað hafi verið að hefja lyfjameðferð þann 26.mars en almennt ástand Þorvaldar hafi ekki leyft slíkt og því verið ákveðið að leggja hann inn á líknardeild í von um að hann myndi ná að „hressast nægilega mikið til bess að geta komist í lyfjameðferð.“ Þá segir að ástand Þorvaldar hafi versnað hratt eftir komuna á á líknardeildina. Daginn eftir innlögn var hann nánast meðvitundarlaus, andaði grunnt og hratt og var metinn deyjandi á næstu klukkustundum. Þorvaldur lést á líknardeildinni þann 26. mars 2019 að viðstöddum sínum nánustu. Passamyndir sem teknar voru af Þorvaldi á sínum tíma en hann hafði horast mikið og var orðinn máttvana og orkulítill.Aðsend Alvarleg vanræksla að mati Landlæknis Í júlí 2019 lögðu aðstandendur Þorvaldar fram kvörtun til embættis Landlæknis vegna meintra mistaka sem þau telja að hafi átt sér stað við meðferð og umönnun Þorvaldar hjá umræddum heimilislækni. Í niðurstöðu Landlæknis þann 29.nóvember 2021 kemur fram að það sé mat embættisins að um verulega vanrækslu hafi verið að ræða af hálfu heimilislæknisins. Þá segir jafnframt: „Það er mat landlæknis að greining á briskrabbameini kvartanda hafi tekið lengri tíma vegna skorts á utanumhaldi og yfirsýn heilsugæslulæknis kvartanda. Rannsóknir framkvæmdar um sumarið 2018 bentu ekki til alvarlegs sjúkdóms en heilsu kvartanda fór stöðugt aftur, áberandi þyngdartap og langvinnir verkir hefðu átt að gera rannsóknir enn ítarlegri og möguleiki á krabbameini að vera ofarlega á lista yfir hugsanlega orsök sérstaklega í ljósi aldurs, ættarsögu og fyrra heilsufars kvartanda sem var gott til ársins 2018.“ Á öðrum stað segir að mat landlæknis sé að skráning heimilislæknisins hvað varðar ofangreinda kvörtun uppfylli engan veginn lágmarkskröfur um skráningar í sjúkraskrám, svo sem gert er ráð fyrir í lögum um sjúkraskrár. Þá sé það niðurstaða embættisins að umræddur læknir hafi vanrækt lögbundnar skyldur sínar með „alvarlegum hætti við veitingu heilbrigðisþjónustu til handa Þorvaldi Þórarinssyni, þar sem hann lét hjá líða að framkvæma skoðun og færa sjúkraskrá með fullnægjandi hætti.“ Neitun frá Sjúktratryggingum Íslands Í júní 2020 sótti Guðbjörg um bætur úr sjúklingatryggingu vegna andláts Þorvaldar, fyrir hönd dóttur þeirra. Það var hins vegar mat Sjúkratrygginga Íslands að ekki lægi fyrir bótaskylt tjón. Fram kemur í niðurstöðu SÍ að ekki verði annað séð en að sú greining og meðferð sem fór fram á HgG og LSH og hófst árið 2018, hafi verið hagað eins vel og unnt var og í samræmi við almennt viðurkennda og gagnreynda læknisfræði. Þá er tekið fram að um sé að ræða sjúkdóm sem erfitt sé að greina: „Að mati SÍ virðist nálgun lækna hafa verið eðlileg og fagleg, framkvæmd var sú myndgreining sem talin er höfuðstoð sjúkdómsgreiningar, bæði röntgensneiðmynd og segulómrannsókn, sömuleiðis iðraspeglun og hefðbundnar blóðrannsóknir.“ Í niðurstöðunni er engu að síður tekið fram að „framgangur sjúkdómsrannsóknar hafi verið nokkuð hægur frá ársbyrjun 2019 til miðs febrúar sama ár.“ Guðbjörg hefur barist fyrir réttlætinu undanfarin fjögur ár og segir sárt að enginn skuli dreginn til ábyrgðar vegna meðferðarinnar sem Þorvaldur fékk.Aðsend „Þó eru að mati SÍ engar líkur til þess, að sjúkdómsgreining sex til átta vikum fyrr en raun bar vitni hefði breytt miklu um afdrif föður umsækjanda. Við greiningu hafði hann útbreidd meinvörp og vökva í brjóstholi og kviðarholi. Sjúkdómurinn virðist því hafa verið ólæknandi mörgum mánuðum eða árum fyrr. Í því sambandi er rétt að benda á að ekki er um einsdæmi að ræða. Í langflestum tilvikum (≥ 90%) greinast illkynja æxli í brisi ekki fyrr en sjúkdómurinn hefur dreifst og lífshorfur sjúklinga hafa ekki aukist að marki undanfarin 40 ár.“ Endastöð „Þegar ég hugsa um þessa sögu, og allt þetta ferli þá er það alltaf jafn erfitt. Það er bara endalaus reiði og sorg sem kemur upp,“ segir Guðbjörg. Hún segir óskiljanlegt að þrátt fyrir niðurstöðu Landlæknis séu afleiðingarnar engar fyrir umræddan heimilislækni. Enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Það hefði verið hægt að gera svo margt til að afstýra þessu eða allavega gera aðstæðurnar aðeins betri fyrir hann þetta seinasta hálfa ár sem hann lifði.“ Hún segir það hafa tekið gríðarlega á andlegu hliðina að berjast fyrir réttlætinu undanfarin fjögur ár. Eins og staðan er núna er eini möguleikinn að höfða einkamál fyrir dómstólum. Það kostar sitt. „Það er ekkert gert og börnin fá engar bætur. Virðingin sem hann fékk var núll og þessi ógeðslegi læknir heldur bara áfram að „sinna” sjúklingum eða ekki öllum því þó svo að barnsfaðir minn hafi hvorki verið dópisti né heimilislaus, þá er skoðun hans að þetta fólk eigi ekki rétt á læknisaðstoð.“ Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Landlæknisembættið hafi komist að þeirri niðurstöðu að um verulega vanrækslu hafi verið að ræða fá börn Guðbjargar engar bætur frá Sjúktratryggingum Íslands. Var alla tíð heilsuhraustur og iðinn Þorvaldur og Guðbjörg slitu sambúð árið 2004 en þau áttu saman Ragnar Smára sem er fæddur 1999 og Selmu Huld sem er fædd 2003. Þau kynntust ung að árum og að sögn Guðbjargar voru tengslin á milli þeirra alltaf gífurlega sterk. Fjölskyldan bjó um árabil í Danmörku. „Við höfðum verið vinir í um þrjátíu ár eða svo, nokkru áður en við byrjuðum sambúð og svo einnig eftir að okkar sambúð lauk. Þorvaldur var alltaf mjög lokaður einstaklingur og talaði aldrei um tilfinningar eða ef eitthvað bjátaði á við neinn, nema mig. Okkar samband var því einstakt og fáir vissu eða skildu það. En það skipti okkur engu máli," segir Guðbjörg. Guðbjörg Hrafnhetta og Þorvaldur áttu einstakt og náið samband, sem hélt áfram eftir að sambúð þeirra lauk.Aðsend Þorvaldur hafði æft frjálsar íþróttir og fimleika frá barnsaldri og var ávallt mjög heilsuhraustur og í góðu formi. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari í frisbígolfi. Eftir að fjölskyldan flutti heim frá Danmörku vann hann lengi hjá HB Granda, við viðhald og viðgerðir á kæli- og frystitækjum félagsins, og síðustu árin starfaði hann hjá Frystitækni. Í byrjun árs 2018 fór Þorvaldur að finna fyrir gífurlegum kviðverkum sem hann reyndi af fremsta megni að harka af sér. Í bréfi sem aðstandendur Þorvaldar sendu til Landlæknis á sínum tíma kemur fram að Þorvaldur hafi fyrst leitað til heimilislæknis í júlí 2018 og verið þá sendur í magaspeglun og blóðprufur. Niðurstaða þeirra rannsókna samkvæmt lækninum var að allt væri eðlilegt og að Þorvaldur ætti að „bara að slaka á og njóta.“ Þá var honum ávísað verkja- og magalyfi hjá lækninum. Að sögn Guðbjargar héldu verkir Þorvaldar hins vegar stöðugt að ágerast og leitaði hann aftur til sama heimilislæknis. „Hann gat ekki slakað á vegna verkja. Þá fór læknirinn hans að segja honum að þetta væri bara ímyndun og að hann ætti bara að fara í frí og reyna að kúpla sig út úr stressi. Í þau skipi sem að ég hitti hann þarna í júlí og ágúst var hann svo kvalinn að það var ekki hægt að ná eðlilegum samskiptum við hann því hann var annað hvort á iði eða fór í heita sturtu, því það virtist hjálpa að einhverju leyti. Hann fékk parkodín forte hjá heimilislækni sínum sem hjálpaði oftast en stundum lítið. Hann fékk einnig alveg heilan helling að alls konar magalyfjum sem gerðu það að verkum að einkennin versnuðu svo að þarna var eiginlega verið að henda peningum í ruslið, sem hefði verið hægt að nota í annað.“ Þorvaldur var alla tíð afar heilsuhraustur; stundaði íþróttir af kappi og kenndi sér sjaldan meins. Aðsend Guðbjörg segir Þorvald hafa reynt eftir fremsta megni að láta sársaukann ekki hafa áhrif á sig. Frá því í júlí 2018 leitaði hann alls 19 sinnum á bráðamóttöku. Í ágúst 2018 fór hann með nokkrum Íslendingum til Króatíu til þess að keppa á Evrópumeistaramóti í frisbigolfi. „Áður var hann ekki viss hvort að hann ætti að fara. En hann ákvað að fara eftir að læknirinn ráðlagði honum að fara þar sem verkurinn væri bara „stress og ímyndun.“ Mótið gekk auðvitað ekki vel en hann reyndi eftir bestu getu að njóta þess á fallegum stað og á fallegu hóteli. Þegar ég talaði við hann sagðist hann njóta þess og ná að slappa mikið af en verkirnir voru alltaf til staðar. Hann fór til Serbíu en ákvað svo í skyndi að fara til Ástralíu, þar sem að hann hafði alltaf langað að fara aftur og sjá hvar hann fæddist og er ég svolítið fegin að hann hafi gert það.“ Sagt að leita til SÁÁ Þorvaldur kom aftur til Íslands í október 2018. „Á þessu tímabili fannst mér hann orðinn verulega horaður og ég vildi að hann færi á sjúkrahúsið að fá næringu í æð því hann gat lítið sem ekkert borðað. Áfram voru verkirnir slæmir og það var svakalega óþægilegt að horfa upp á hann kveljast svona mikið.“ Þorvaldur leitaði aftur til fyrrnefnds heimilislæknis sem benti honum á að fara í meðferð hjá SÁÁ. Í greinargerð læknisins, sem Landlæknisembættið óskaði eftir á sínum tíma, segir læknirinn meðal annars að hann hafi átt viðtöl við Þorvald árið 2018 og ekki þekkt til hans áður. Fram kemur að um hafi verið að ræða „óljósar kvartanir um verki.“ Á öðrum stað segir: „Þegar ég kom aõ málum var hann á götunni og félagsleg staða hans virtist afar slæm.“ Þá ritar læknirinn að Þorvaldur hafi frá byrjun sýnt af sér „ógnandi hegðun og verið hótandi“ og „andlegt ójafnvægi verið mikið.“ Í bréfinu til Landlæknis setja aðstandendur Þorvaldar spurningamerki við fullyrðingu heimilislæknisins um að Þorvaldur hafi leitað til hans með „óljósar kvartanir um verki“ enda hafi Þorvaldur leitað til hans sárkvalinn vegna verkja sem hann hafõi aldrei glímt við áður og ráõa mátti af sjúkrasögu hans. Þorvaldur fyrir veikindin. Undir lokin var hann orðinn 42 kíló að þyngd og óþekkjanlegur.Aðsend Þá er gagnrýnt að ekkert hafi verið spurt út í sjúkrasögu fjölskyldu Þorvaldar, einkum í ljósi þess að móðir hans lést úr krabbameini þremur árum áõur. Þá er mótmælt þeirri fullyrðingu að Þorvaldur „hafi verið á götunni og félagsleg staõa hans virtist afar slæm“ og bent á að þegar Þorvaldur leitaði til læknisins hafi hann verið í vinnu hjá Frystitækni en gat illa mætt þar sem verkirnir voru yfirgnæfandi og hann treysti sér ekki til þess að sinna starfinu sínu. Bent er á að í bréfi læknisins komi fram að samskipti hans og Þorvaldar hafi snúist um lyf og að sterk verkjalyf „hafi verið það eina sem komst að.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að læknirinn skrifaði upp á parkodin forte fyrir Þorvald sem hafi verið það eina sem sló á verkina. Þá kemur fram í bréfinu að ef hlustað hefði verið á Þorvald og honum sinnt, jafnvel þótt ekki hefði verið vitað hvað væri að hrjá hann þá hefði honum átt að vera beint til mismunandi lækna á mismunandi sérfræðistigum og að lokum krabbameinssérfræðings. „Hann hefði þá getað fengið meðferð fyrr og lifað sína síðustu daga laus við verki og mögulega fengið þriggja til fimm ára lengra líf.“ Fram kemur í bréfinu til Landlæknis að um þetta leyti, í október 2018, hafi Þorvaldi verið tjáð í afgreiðslu heilsugæslunnar að læknirinn vildi ekki hitta hann meir. Engar frekari skýringar hafi verið gefnar. Guðbjörg segir augljóst að þegar karlmaður sem ávallt hefur verið heilsuhraustur sé orðinn 52 kíló að þyngd þá ætti það að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá læknum. „Það var alveg greinilegt að það var eitthvað að og í staðinn fyrir að heimilislæknirinn hans fyndi fyrir hann rétta aðstoð þá afneitaði hann honum í staðinn.“ Löng bið eftir greiningu Hún segir Þorvald í kjölfarið hafa leitað sér aðstoðar á öðrum stöðum og meðal annars rætt við meltingarlækni á sömu heilsugæslu. Þorvaldur fór svo á Læknamiðstöðina á Höfða. „Við höldum að þar hafi kviknað hugmyndin að þetta væri líklegast krabbi. En þau vissu ekki hvar. Hann var sendur í frekari rannsókn á Landspítalanum en þegar það átti að taka sýni í fyrsta skipti þá var það ekki hægt vegna of mikils vökva í magahvoli. Hann var svo látinn bíða í um tíu daga áður en reynt var aftur en þá misheppnaðist sýnatakan og þá var beðið aftur í um tíu daga og það gekk heldur ekki." Nokkrum dögum síðar tókst sýnatakan loksins í fjórðu tilraun. Þann 20.mars 2019 kom svo í ljós að Þorvaldur var með útbreitt briskrabbamein. Í skýrslu sérfræðilæknis á Landspítalanum, sem vitnað er til í bréfinu til Landlæknis, kemur fram að fyrirhugað hafi verið að hefja lyfjameðferð þann 26.mars en almennt ástand Þorvaldar hafi ekki leyft slíkt og því verið ákveðið að leggja hann inn á líknardeild í von um að hann myndi ná að „hressast nægilega mikið til bess að geta komist í lyfjameðferð.“ Þá segir að ástand Þorvaldar hafi versnað hratt eftir komuna á á líknardeildina. Daginn eftir innlögn var hann nánast meðvitundarlaus, andaði grunnt og hratt og var metinn deyjandi á næstu klukkustundum. Þorvaldur lést á líknardeildinni þann 26. mars 2019 að viðstöddum sínum nánustu. Passamyndir sem teknar voru af Þorvaldi á sínum tíma en hann hafði horast mikið og var orðinn máttvana og orkulítill.Aðsend Alvarleg vanræksla að mati Landlæknis Í júlí 2019 lögðu aðstandendur Þorvaldar fram kvörtun til embættis Landlæknis vegna meintra mistaka sem þau telja að hafi átt sér stað við meðferð og umönnun Þorvaldar hjá umræddum heimilislækni. Í niðurstöðu Landlæknis þann 29.nóvember 2021 kemur fram að það sé mat embættisins að um verulega vanrækslu hafi verið að ræða af hálfu heimilislæknisins. Þá segir jafnframt: „Það er mat landlæknis að greining á briskrabbameini kvartanda hafi tekið lengri tíma vegna skorts á utanumhaldi og yfirsýn heilsugæslulæknis kvartanda. Rannsóknir framkvæmdar um sumarið 2018 bentu ekki til alvarlegs sjúkdóms en heilsu kvartanda fór stöðugt aftur, áberandi þyngdartap og langvinnir verkir hefðu átt að gera rannsóknir enn ítarlegri og möguleiki á krabbameini að vera ofarlega á lista yfir hugsanlega orsök sérstaklega í ljósi aldurs, ættarsögu og fyrra heilsufars kvartanda sem var gott til ársins 2018.“ Á öðrum stað segir að mat landlæknis sé að skráning heimilislæknisins hvað varðar ofangreinda kvörtun uppfylli engan veginn lágmarkskröfur um skráningar í sjúkraskrám, svo sem gert er ráð fyrir í lögum um sjúkraskrár. Þá sé það niðurstaða embættisins að umræddur læknir hafi vanrækt lögbundnar skyldur sínar með „alvarlegum hætti við veitingu heilbrigðisþjónustu til handa Þorvaldi Þórarinssyni, þar sem hann lét hjá líða að framkvæma skoðun og færa sjúkraskrá með fullnægjandi hætti.“ Neitun frá Sjúktratryggingum Íslands Í júní 2020 sótti Guðbjörg um bætur úr sjúklingatryggingu vegna andláts Þorvaldar, fyrir hönd dóttur þeirra. Það var hins vegar mat Sjúkratrygginga Íslands að ekki lægi fyrir bótaskylt tjón. Fram kemur í niðurstöðu SÍ að ekki verði annað séð en að sú greining og meðferð sem fór fram á HgG og LSH og hófst árið 2018, hafi verið hagað eins vel og unnt var og í samræmi við almennt viðurkennda og gagnreynda læknisfræði. Þá er tekið fram að um sé að ræða sjúkdóm sem erfitt sé að greina: „Að mati SÍ virðist nálgun lækna hafa verið eðlileg og fagleg, framkvæmd var sú myndgreining sem talin er höfuðstoð sjúkdómsgreiningar, bæði röntgensneiðmynd og segulómrannsókn, sömuleiðis iðraspeglun og hefðbundnar blóðrannsóknir.“ Í niðurstöðunni er engu að síður tekið fram að „framgangur sjúkdómsrannsóknar hafi verið nokkuð hægur frá ársbyrjun 2019 til miðs febrúar sama ár.“ Guðbjörg hefur barist fyrir réttlætinu undanfarin fjögur ár og segir sárt að enginn skuli dreginn til ábyrgðar vegna meðferðarinnar sem Þorvaldur fékk.Aðsend „Þó eru að mati SÍ engar líkur til þess, að sjúkdómsgreining sex til átta vikum fyrr en raun bar vitni hefði breytt miklu um afdrif föður umsækjanda. Við greiningu hafði hann útbreidd meinvörp og vökva í brjóstholi og kviðarholi. Sjúkdómurinn virðist því hafa verið ólæknandi mörgum mánuðum eða árum fyrr. Í því sambandi er rétt að benda á að ekki er um einsdæmi að ræða. Í langflestum tilvikum (≥ 90%) greinast illkynja æxli í brisi ekki fyrr en sjúkdómurinn hefur dreifst og lífshorfur sjúklinga hafa ekki aukist að marki undanfarin 40 ár.“ Endastöð „Þegar ég hugsa um þessa sögu, og allt þetta ferli þá er það alltaf jafn erfitt. Það er bara endalaus reiði og sorg sem kemur upp,“ segir Guðbjörg. Hún segir óskiljanlegt að þrátt fyrir niðurstöðu Landlæknis séu afleiðingarnar engar fyrir umræddan heimilislækni. Enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Það hefði verið hægt að gera svo margt til að afstýra þessu eða allavega gera aðstæðurnar aðeins betri fyrir hann þetta seinasta hálfa ár sem hann lifði.“ Hún segir það hafa tekið gríðarlega á andlegu hliðina að berjast fyrir réttlætinu undanfarin fjögur ár. Eins og staðan er núna er eini möguleikinn að höfða einkamál fyrir dómstólum. Það kostar sitt. „Það er ekkert gert og börnin fá engar bætur. Virðingin sem hann fékk var núll og þessi ógeðslegi læknir heldur bara áfram að „sinna” sjúklingum eða ekki öllum því þó svo að barnsfaðir minn hafi hvorki verið dópisti né heimilislaus, þá er skoðun hans að þetta fólk eigi ekki rétt á læknisaðstoð.“
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira