Ómari gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 19:09 Málið gegn Ómari var tekið fyrir af úrskurðarnefnd lögmanna í mars á þessu ári. samsett Lögmanninum Ómari R. Valdimarssyni hefur verið gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir króna vegna lögmannsþóknunar sem talin var margfalt hærri en almennt gerist. Alls fékk konan 9,6 milljónir greiddar frá tryggingafélagi og fékk Ómar greidda 3,1 milljón af þeirri upphæð. Mannlíf greindi fyrst frámálinu. Forsaga málsins er umferðarslys sem konan lenti í og hlaut 10 prósent varanlega örorku af. Sótti hún bætur, með liðsinni Ómars, frá tryggingarfélagi upp á rúmlega 9,6 milljónir króna. Í desember árið 2021 fór fram uppgjör milli konunnar og Ómars þar sem fram kom að frádegin væri lögmannsþóknun til hans að fjárhæð 3,1 milljón króna, þar sem 715 þúsund krónur komu frá tryggingarfélaginu og 2,3 milljónir voru dregnar frá bótum konunnar. Í framhaldinu leitaði konan til úrskurðarnefnar lögmanna í því skyni að fá lögmannsþóknun Ómars lækkaða um 1,8 milljónir. Kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð sinn í mars á þessu ári. Þar er vísað til þess að almennt væri krafist 50-75 prósent álags ofan á innheimtuþóknun sem greidd er af tryggingafélagi. Þóknun í málinu hefði því átt að vera um 1,2 milljón króna. Heildarþóknun var eins og áður segir 3,1 milljón króna sem er um 148 prósent hærri þóknun. Mat úrskurðarnefndin þóknunina ósanngjarna og féllst á kröfu sóknaraðila um að endurgjaldið skuli nema rúmlega 1,2 milljón króna. Var Ómari því gert að endrugreiða konunni samtals 1.859.801 króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Ómar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Lögmennska Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Mannlíf greindi fyrst frámálinu. Forsaga málsins er umferðarslys sem konan lenti í og hlaut 10 prósent varanlega örorku af. Sótti hún bætur, með liðsinni Ómars, frá tryggingarfélagi upp á rúmlega 9,6 milljónir króna. Í desember árið 2021 fór fram uppgjör milli konunnar og Ómars þar sem fram kom að frádegin væri lögmannsþóknun til hans að fjárhæð 3,1 milljón króna, þar sem 715 þúsund krónur komu frá tryggingarfélaginu og 2,3 milljónir voru dregnar frá bótum konunnar. Í framhaldinu leitaði konan til úrskurðarnefnar lögmanna í því skyni að fá lögmannsþóknun Ómars lækkaða um 1,8 milljónir. Kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð sinn í mars á þessu ári. Þar er vísað til þess að almennt væri krafist 50-75 prósent álags ofan á innheimtuþóknun sem greidd er af tryggingafélagi. Þóknun í málinu hefði því átt að vera um 1,2 milljón króna. Heildarþóknun var eins og áður segir 3,1 milljón króna sem er um 148 prósent hærri þóknun. Mat úrskurðarnefndin þóknunina ósanngjarna og féllst á kröfu sóknaraðila um að endurgjaldið skuli nema rúmlega 1,2 milljón króna. Var Ómari því gert að endrugreiða konunni samtals 1.859.801 króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Ómar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Lögmennska Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira