Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. apríl 2023 07:01 Hugmyndin TangleTamer sigraði námskeiðið Viðskiptaáætlanir í HÍ síðastliðinn miðvikudag og stefnir hópurinn heilshugar að því að koma hugmyndinni í framkvæmd, jafnvel í útrás. Í hópnum eru (fv): Jakob Freyr Kolbeinsson, Ragnheiður Lína Kjartansdóttir, Jónas Valtýsson, Magnea Björg Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir og Sigríður Elva Ármannsdóttir. Vísir/Kristinn Ingvarsson „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. Námskeiðið Viðskiptaáætlanir er haldið á vegum Háskóla Íslands (HÍ) og í umsjá Ástu Dísar Óladóttur. Íslandsbanki er bakhjarl verkefnisins en það hófst á því að mynduð voru 27 sex manna teymi úr þeim tæplega 160 manna hópi nemenda sem tóku þátt í ár. Teymin fá það verkefni að koma með nýja viðskiptahugmynd og skila henni að lokum sem fullmótaðri viðskiptaáætlun. „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með metnaði nemenda þær 12 vikur sem verkefnavinnan stóð yfir og alveg ljóst að einhverjum hugmyndum verður hrint í framkvæmd að námskeiði loknu“ segir Ásta Dís. „Ég hef einmitt haft tröllatrú á þessu verkefni okkar allan tímann, ekki aðeins vegna þess að í því felst gífurleg náttúruvernd heldur er þetta einfaldlega verkefni sem mér finnst eiga erindi í útrás,“ segir Ragnheiður Lína Kjartansdóttir, ein liðsmanna TangleTamer. Með henni í verkefninu voru Jakob Freyr Kolbeinsson, Jónas Valtýsson, Júlíana Sveinsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Sigríður Elva Ármannsdóttir. Atvinnulífið tók hópinn tali. Prótótýpa og vilji til verka TangleTamer er hugmynd um vöru fyrir veiðimenn sem þeir geta notað til að fanga ónýtan taum, sem dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af við ár og vötn. TangleTamer er létt og handhægt vara, sem er krækt í vesti veiðimannsins og með einum takka fangar gildran ónýtan taum. „Ég var að veiða á urriðasvæðinu í Rangá þegar taumurinn rann úr mínum greipum og hvarf í náttúruna og þá hugsaði ég einmitt með mér: Bíddu, hvers vegna er ekki einhver lausn til á þessu? Í veiði er maður með alls kyns græjur á sér og ég sá strax fyrir mér að það ætti að vera hægt að búa eitthvað til sem væri auðvelt fyrir veiðimenn að vera með á sér til að takast á við þetta, því taumurinn er svo léttur,“ segir Jónas um aðdraganda hugmyndarinnar. Hópurinn segist snemma hafa áttað sig á því að eflaust væru þau með eitthvað gott í höndunum. Ekki vegna þess að aðrar vörur séu ekki til á markaði sem þjóni svipuðum tilgangi, heldur vegna þess að hönnun og færni TangleTamer til að gefa veiðimanninum færi á að ganga frá taumaefninu með einni einfaldri hreyfingu, gefi vörunni strax ákveðið samkeppnisforskot. Til viðbótar við að framleiðsla vörunnar væri umhverfisvæn. Nú þegar er búið að búa til prótótýpu og auðheyrt á hópnum að það er mikill vilji til að fylgja verkefninu eftir alla leið. „Við erum mjög spennt fyrir því að halda þessu verkefni áfram. Sérstaklega eftir sigurinn í vikunni, þá fórum við að tala enn meira um að auðvitað yrðum við bara að kýla á þetta og koma vörunni í framleiðslu,“ segir Magnea og Júlíana bætir við: Ég þekki aðeins til sprotaumhverfisins og veit að hjá mörgum sprotum er fjármögnunin stærsta hindrunin. En við höfum rætt um það okkar í milli að teymið myndi kannski leggja til í ákveðinn grunnstofnað og síðan myndum við ráðast í að sækja um fullt af styrkjum. Til dæmis umhverfistengda styrki.“ Hér má sjá prótótýpu af TangleTamer en með því að nota TangleTamer geta veiðimenn fangað ónýtan taum, sem dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að TangleTamer sé eitthvað sem allir veiðimenn ættu helst að hafa á sér. Hópurinn segir prótótýpuna vissulega ekki endalega tegund af TangleTamer vörunni, hún sé ekki einu sinni gerð úr því efni sem ætlunin væri að nota. En kostnaðurinn við framleiðslu er samkvæmt áætlun ekki það mikill og því ætti varan að hafa fulla burði á að verða til fyrir alvöru. Jafnvel strax á næsta ári. Þá þurfi að huga að atriðum eins og einkaleyfi og fleira. „Eflaust eru ýmsar áskoranir sem eru okkur ekki sýnilegar enn því þær kæmu bara upp í ferlinu sjálfu þegar framleiðslan væri farin af stað. Því við höfum svo sem ekki prófað hagnýtt framleiðsluferli í því verkefni sem við vorum að vinna,“ segir Jónas. Áætlað er að varan TangleTamer skili fyrst hagnaði á öðru ári í heild sinni. „Viðsnúningur óráðstafaðs eiginfjárs verður þó ekki fyrr en í júlí á þriðja ári en óráðstafað eigið fé í okkar bókum sýnir uppsafnaða afkomu rekstrar. Við teljum að fjárhagsáætlunin sýni skýra mynd af framtíð framleiðslunnar. Þar spilar fjölbreytt aðkoma okkar að fyrirtækjarekstri lykilþátt við kostnaðar- og söluáætlun, og vegna þessa tel ég mögulegt að ná settum markmiðum,“ segir Jakob. Þá segir hópurinn sigurinn á miðvikudag vissulega hafa verið mikil hvatning. Allt hafi þetta verið glæsilegar hugmyndir sem tóku þátt en fyrst komust þau í topp sex og á endanum í sigursætið. Var eitthvað sem ykkur fannst standa uppúr í verkefninu? Það sem mér fannst standa algjörlega upp úr var hversu vel teyminu gekk að vinna saman. Við hreinlega smullum saman strax í upphafi þrátt fyrir að vera hópur með mismunandi bakgrunn og styrkleika. Sem skilað sér í því að allt eins og sjálfskipaðist í að hver og einn sæi um það sem hann er hæfastur í,“ segir Sigríður og hópurinn kinkar kolli henni til samlætis. Enda kallar hópurinn sig: Team TangleTamer. Dómefnd skipuðu Ásta Dís Óladóttir, Kristján Markús Bragason, stundakennari og sérfræðingur í lánamálum hjá Íslandsbanka, Karl Sólnes Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, og Elísabet Sveinsdóttir, markaðssérfræðingur og ráðgjafi. Á mynd má sjá þá nemendur sem stóðu að baki þeirra teyma sem urðu í þremur efstu sætunum, dómnefnd, Jón Atla Benediktsson rektor HÍ, Gylfa Magnússon prófessor og Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka en Íslandsbanki er bakhjarl námskeiðsins. Vísir/Kristinn Ingvarsson Aðrar hugmyndir Af þeim 27 hugmyndum sem urðu til á námskeiðinu, valdi dómnefnd sex hugmyndir til að keppa til úrslita en þær voru: Bjöllubox, hugmynd um afþreyingu fyrir börn og aukna samveru foreldra með börnum sínum. Drekkum rétt, heimsending á efni til kokteilagerðar fyrir skemmtanaglaða Íslendinga. Klæða, leiga með fatnað, skó og fylgihluti sem ýtir undir hringrásarhagkerfið. Roomy, þjónusta sem parar saman réttu einstaklingana í húsnæðisleit erlendis. Tangle Tamer, tæki/gildra sem tekur girni eða taumefni veiðimanna sem þeir eru hættir að nota og safnar á einn stað. Þrekkur, framleiðsla á áburði úr úrgangi úr fiskeldi. Þær hugmyndir sem unnu í ár: Tangle Tamer Roomy Drekkum rétt Nánar má lesa um hverja hugmynd hér að neðan en dómnefnd skipuðu: Ásta Dís Óladóttir, Kristján Markús Bragason, stundakennari og sérfræðingur í lánamálum hjá Íslandsbanka, Karl Sólnes Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, og Elísabet Sveinsdóttir, markaðssérfræðingur og ráðgjafi. Um TangleTamer Dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af ónýtu girni/taum veiðifæra víða í náttúrunni. Því ákvað hópurinn að kynna nýja lausn sem stuðlar að ábyrgri umgengni veiðimanna við ár og vötn landsins. TangleTamer er falleg og handhæg í notkun, henni er krækt í vesti veiðimannsins og með einum takka fangar gildran ónýtt girni/taum á auðveldan og öruggan hátt og stuðlar um leið að náttúruvernd og öryggi lífríkisins. Hópurinn bakvið hugmyndina eru sex viðskiptafræðinemar með fjölbreyttan bakgrunn. Hópurinn stefnir á að framleiða vöruna á Íslandi og verður þess gætt að framleiðsluaðili uppfylli staðla samfélagslegrar ábyrgðar. Teymið stefnir að því að selja vöruna á heimasíðu félagsins en einnig í helstu veiðibúðum landsins. Hópinn skipa: Jakob Freyr Kolbeinsson, Jónas Valtýsson, Júlíana Sveinsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Ragnheiður Lína Kjartansdóttir og Sigríður Elva Ármannsdóttir Umsögn dómnefndar: Dómnefndin var sammála um að þarna væri mjög sniðug vara á ferðinni og kostur sem vert væri að láta reyna á, enda ýtir varan undir bætta umgengni í náttúru Íslands, við ár og vötn. Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér við veiðar. Um Roomy Nemendur sem ferðast til annara landa þurfa margir að leita af íbúð og meðleigjanda. Það getur verið mikill hausverkur að reyna að ná að lenda akkúrat á einstakling sem hentar þínum lífsstíl og persónuleika. Ef maður lendir á meðleigjanda sem hentar ekki þá þarftu að byrja frá byrjun að leita af íbúð og nýjum meðleigjanda. Roomy er vefsíða sem leysir þetta vandamál. Þetta er gullið tækifæri fyrir fólk sem leitar að herbergisfélaga sem deilir svipuðum áhugamálum, lífsstíl og venjum. Í fyrstu mun við einblína á Ísland, Danmörk og Svíþjóð en með tímanum ætlum við að ná til allrar Evrópu. Notast verður við samfélagsmiðla, skólakynningar og leitarvélabestun til að auglýsa Roomy. Framtíðarsýn er að vera komin með app í símann til að gera þetta enn einfaldara og vera með spjall vettvang á vefsíðunni til að mynda betri tengsl. Stofnendur Roomy eru hópur sem samanstendur af sex einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og reynslu sem býr til öfluga liðsheild. Allir í teyminu eru viðskiptafræðinemar á sínu síðasti ári með áherslu á stjórnun eða markaðsfræði. Hópinn skipa: Dagný Þorláksdóttir, Daníel Tryggvi, Eva Rún Eiðsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir, Sólveig Þrastardóttir, Þóra Ólafsdóttir Umsögn dómnefndar: „Stórsniðug hugmynd sem gæti leyst vandamál sem margir skiptinemendur og nemendur í framhaldsnámi þekkja vel, vandamálið að finna húsnæði í öðru landi. þetta er mjög áhugaverð hugmynd og dómnefnd hvetur hópinn til þess að koma hugmyndinni í loftið.“ Um Drekkum rétt Fyrirtækið Drekkum rétt er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í því að útbúa pakka með kokteilum sem auðveldar neytendum að útbúa drykki heima hjá sér. Fyrirtækið samanstendur af 6 ungum háskólanemum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að því að bjóða upp á góða kokteila í heimahúsum. Hugmyndina fengum við þegar einn meðlimur hópsins var að halda matarboð og langaði að búa til drykki fyrir gestina eftir matinn. Eftir langa íhugun um það hvaða drykk hann ætti að gera strandaði hann á verkefninu vegna þess að það var svo mikið sem hann þurfti að kaupa. Flestir kannast við fyrirtæki á borð við „Eldum rétt“ og „Einn tveir og elda“ en þau bjóða upp á þjónustu þar sem er hægt að panta sér mat fyrir vikuna sem kemur í kassa með öllum þeim hráefnum sem þú þarft í nákvæmlega réttu magni. Hugmyndin Drekkum rétt er ákveðið afsprengi af þessum fyrirtækjum fyrir utan það að þau sérhæfa sig í gerð kokteila. Þetta verður í formi vefsíðu með netverslun þar sem hægt er að velja úr miklu úrvali áfengra og óáfengra drykkja. Notendur skrá sig inn á síðuna og gefa þar upp allar helstu upplýsingar um sig ásamt afriti af persónuskilríkjum til þess að sanna að einstaklingurinn hafi náð 20 ára aldri, eftir það getur notandinn sett inn fyrir hversu marga hann er að panta og hvaða drykki hann vill bjóða upp á. Með pakkanum verða sendar ítarlegar leiðbeiningar með hverjum drykk þar sem auðvelt er að lesa og framkvæma hann, eina sem notandinn þarf að eiga eru klakar og kokteilsett sem að við að sjálfsögðu seljum hjá okkur. Hópinn skipa: Bjarnleifur Þór Þorkelsson, Davíð Arnar Jónsson, Eyþór Örn Ólafsson, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Leó Kristinn Þórisson og Tindur Snær Schram Umsögn dómnefndar: Þetta er skemmtileg hugmynd sem leysir ýmis vandamál fyrir skemmtanaglaða Íslendinga og dregur úr sóun. Hugmyndinni svipar til Eldum rétt, sem hefur markaðssett sig mjög vel og nýtist það hópnum vel til framtíðar. Nýsköpun Mannauðsmál Háskólar Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Námskeiðið Viðskiptaáætlanir er haldið á vegum Háskóla Íslands (HÍ) og í umsjá Ástu Dísar Óladóttur. Íslandsbanki er bakhjarl verkefnisins en það hófst á því að mynduð voru 27 sex manna teymi úr þeim tæplega 160 manna hópi nemenda sem tóku þátt í ár. Teymin fá það verkefni að koma með nýja viðskiptahugmynd og skila henni að lokum sem fullmótaðri viðskiptaáætlun. „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með metnaði nemenda þær 12 vikur sem verkefnavinnan stóð yfir og alveg ljóst að einhverjum hugmyndum verður hrint í framkvæmd að námskeiði loknu“ segir Ásta Dís. „Ég hef einmitt haft tröllatrú á þessu verkefni okkar allan tímann, ekki aðeins vegna þess að í því felst gífurleg náttúruvernd heldur er þetta einfaldlega verkefni sem mér finnst eiga erindi í útrás,“ segir Ragnheiður Lína Kjartansdóttir, ein liðsmanna TangleTamer. Með henni í verkefninu voru Jakob Freyr Kolbeinsson, Jónas Valtýsson, Júlíana Sveinsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Sigríður Elva Ármannsdóttir. Atvinnulífið tók hópinn tali. Prótótýpa og vilji til verka TangleTamer er hugmynd um vöru fyrir veiðimenn sem þeir geta notað til að fanga ónýtan taum, sem dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af við ár og vötn. TangleTamer er létt og handhægt vara, sem er krækt í vesti veiðimannsins og með einum takka fangar gildran ónýtan taum. „Ég var að veiða á urriðasvæðinu í Rangá þegar taumurinn rann úr mínum greipum og hvarf í náttúruna og þá hugsaði ég einmitt með mér: Bíddu, hvers vegna er ekki einhver lausn til á þessu? Í veiði er maður með alls kyns græjur á sér og ég sá strax fyrir mér að það ætti að vera hægt að búa eitthvað til sem væri auðvelt fyrir veiðimenn að vera með á sér til að takast á við þetta, því taumurinn er svo léttur,“ segir Jónas um aðdraganda hugmyndarinnar. Hópurinn segist snemma hafa áttað sig á því að eflaust væru þau með eitthvað gott í höndunum. Ekki vegna þess að aðrar vörur séu ekki til á markaði sem þjóni svipuðum tilgangi, heldur vegna þess að hönnun og færni TangleTamer til að gefa veiðimanninum færi á að ganga frá taumaefninu með einni einfaldri hreyfingu, gefi vörunni strax ákveðið samkeppnisforskot. Til viðbótar við að framleiðsla vörunnar væri umhverfisvæn. Nú þegar er búið að búa til prótótýpu og auðheyrt á hópnum að það er mikill vilji til að fylgja verkefninu eftir alla leið. „Við erum mjög spennt fyrir því að halda þessu verkefni áfram. Sérstaklega eftir sigurinn í vikunni, þá fórum við að tala enn meira um að auðvitað yrðum við bara að kýla á þetta og koma vörunni í framleiðslu,“ segir Magnea og Júlíana bætir við: Ég þekki aðeins til sprotaumhverfisins og veit að hjá mörgum sprotum er fjármögnunin stærsta hindrunin. En við höfum rætt um það okkar í milli að teymið myndi kannski leggja til í ákveðinn grunnstofnað og síðan myndum við ráðast í að sækja um fullt af styrkjum. Til dæmis umhverfistengda styrki.“ Hér má sjá prótótýpu af TangleTamer en með því að nota TangleTamer geta veiðimenn fangað ónýtan taum, sem dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að TangleTamer sé eitthvað sem allir veiðimenn ættu helst að hafa á sér. Hópurinn segir prótótýpuna vissulega ekki endalega tegund af TangleTamer vörunni, hún sé ekki einu sinni gerð úr því efni sem ætlunin væri að nota. En kostnaðurinn við framleiðslu er samkvæmt áætlun ekki það mikill og því ætti varan að hafa fulla burði á að verða til fyrir alvöru. Jafnvel strax á næsta ári. Þá þurfi að huga að atriðum eins og einkaleyfi og fleira. „Eflaust eru ýmsar áskoranir sem eru okkur ekki sýnilegar enn því þær kæmu bara upp í ferlinu sjálfu þegar framleiðslan væri farin af stað. Því við höfum svo sem ekki prófað hagnýtt framleiðsluferli í því verkefni sem við vorum að vinna,“ segir Jónas. Áætlað er að varan TangleTamer skili fyrst hagnaði á öðru ári í heild sinni. „Viðsnúningur óráðstafaðs eiginfjárs verður þó ekki fyrr en í júlí á þriðja ári en óráðstafað eigið fé í okkar bókum sýnir uppsafnaða afkomu rekstrar. Við teljum að fjárhagsáætlunin sýni skýra mynd af framtíð framleiðslunnar. Þar spilar fjölbreytt aðkoma okkar að fyrirtækjarekstri lykilþátt við kostnaðar- og söluáætlun, og vegna þessa tel ég mögulegt að ná settum markmiðum,“ segir Jakob. Þá segir hópurinn sigurinn á miðvikudag vissulega hafa verið mikil hvatning. Allt hafi þetta verið glæsilegar hugmyndir sem tóku þátt en fyrst komust þau í topp sex og á endanum í sigursætið. Var eitthvað sem ykkur fannst standa uppúr í verkefninu? Það sem mér fannst standa algjörlega upp úr var hversu vel teyminu gekk að vinna saman. Við hreinlega smullum saman strax í upphafi þrátt fyrir að vera hópur með mismunandi bakgrunn og styrkleika. Sem skilað sér í því að allt eins og sjálfskipaðist í að hver og einn sæi um það sem hann er hæfastur í,“ segir Sigríður og hópurinn kinkar kolli henni til samlætis. Enda kallar hópurinn sig: Team TangleTamer. Dómefnd skipuðu Ásta Dís Óladóttir, Kristján Markús Bragason, stundakennari og sérfræðingur í lánamálum hjá Íslandsbanka, Karl Sólnes Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, og Elísabet Sveinsdóttir, markaðssérfræðingur og ráðgjafi. Á mynd má sjá þá nemendur sem stóðu að baki þeirra teyma sem urðu í þremur efstu sætunum, dómnefnd, Jón Atla Benediktsson rektor HÍ, Gylfa Magnússon prófessor og Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka en Íslandsbanki er bakhjarl námskeiðsins. Vísir/Kristinn Ingvarsson Aðrar hugmyndir Af þeim 27 hugmyndum sem urðu til á námskeiðinu, valdi dómnefnd sex hugmyndir til að keppa til úrslita en þær voru: Bjöllubox, hugmynd um afþreyingu fyrir börn og aukna samveru foreldra með börnum sínum. Drekkum rétt, heimsending á efni til kokteilagerðar fyrir skemmtanaglaða Íslendinga. Klæða, leiga með fatnað, skó og fylgihluti sem ýtir undir hringrásarhagkerfið. Roomy, þjónusta sem parar saman réttu einstaklingana í húsnæðisleit erlendis. Tangle Tamer, tæki/gildra sem tekur girni eða taumefni veiðimanna sem þeir eru hættir að nota og safnar á einn stað. Þrekkur, framleiðsla á áburði úr úrgangi úr fiskeldi. Þær hugmyndir sem unnu í ár: Tangle Tamer Roomy Drekkum rétt Nánar má lesa um hverja hugmynd hér að neðan en dómnefnd skipuðu: Ásta Dís Óladóttir, Kristján Markús Bragason, stundakennari og sérfræðingur í lánamálum hjá Íslandsbanka, Karl Sólnes Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, og Elísabet Sveinsdóttir, markaðssérfræðingur og ráðgjafi. Um TangleTamer Dýraríkinu hefur lengi stafað hætta af ónýtu girni/taum veiðifæra víða í náttúrunni. Því ákvað hópurinn að kynna nýja lausn sem stuðlar að ábyrgri umgengni veiðimanna við ár og vötn landsins. TangleTamer er falleg og handhæg í notkun, henni er krækt í vesti veiðimannsins og með einum takka fangar gildran ónýtt girni/taum á auðveldan og öruggan hátt og stuðlar um leið að náttúruvernd og öryggi lífríkisins. Hópurinn bakvið hugmyndina eru sex viðskiptafræðinemar með fjölbreyttan bakgrunn. Hópurinn stefnir á að framleiða vöruna á Íslandi og verður þess gætt að framleiðsluaðili uppfylli staðla samfélagslegrar ábyrgðar. Teymið stefnir að því að selja vöruna á heimasíðu félagsins en einnig í helstu veiðibúðum landsins. Hópinn skipa: Jakob Freyr Kolbeinsson, Jónas Valtýsson, Júlíana Sveinsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Ragnheiður Lína Kjartansdóttir og Sigríður Elva Ármannsdóttir Umsögn dómnefndar: Dómnefndin var sammála um að þarna væri mjög sniðug vara á ferðinni og kostur sem vert væri að láta reyna á, enda ýtir varan undir bætta umgengni í náttúru Íslands, við ár og vötn. Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér við veiðar. Um Roomy Nemendur sem ferðast til annara landa þurfa margir að leita af íbúð og meðleigjanda. Það getur verið mikill hausverkur að reyna að ná að lenda akkúrat á einstakling sem hentar þínum lífsstíl og persónuleika. Ef maður lendir á meðleigjanda sem hentar ekki þá þarftu að byrja frá byrjun að leita af íbúð og nýjum meðleigjanda. Roomy er vefsíða sem leysir þetta vandamál. Þetta er gullið tækifæri fyrir fólk sem leitar að herbergisfélaga sem deilir svipuðum áhugamálum, lífsstíl og venjum. Í fyrstu mun við einblína á Ísland, Danmörk og Svíþjóð en með tímanum ætlum við að ná til allrar Evrópu. Notast verður við samfélagsmiðla, skólakynningar og leitarvélabestun til að auglýsa Roomy. Framtíðarsýn er að vera komin með app í símann til að gera þetta enn einfaldara og vera með spjall vettvang á vefsíðunni til að mynda betri tengsl. Stofnendur Roomy eru hópur sem samanstendur af sex einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og reynslu sem býr til öfluga liðsheild. Allir í teyminu eru viðskiptafræðinemar á sínu síðasti ári með áherslu á stjórnun eða markaðsfræði. Hópinn skipa: Dagný Þorláksdóttir, Daníel Tryggvi, Eva Rún Eiðsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir, Sólveig Þrastardóttir, Þóra Ólafsdóttir Umsögn dómnefndar: „Stórsniðug hugmynd sem gæti leyst vandamál sem margir skiptinemendur og nemendur í framhaldsnámi þekkja vel, vandamálið að finna húsnæði í öðru landi. þetta er mjög áhugaverð hugmynd og dómnefnd hvetur hópinn til þess að koma hugmyndinni í loftið.“ Um Drekkum rétt Fyrirtækið Drekkum rétt er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í því að útbúa pakka með kokteilum sem auðveldar neytendum að útbúa drykki heima hjá sér. Fyrirtækið samanstendur af 6 ungum háskólanemum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að því að bjóða upp á góða kokteila í heimahúsum. Hugmyndina fengum við þegar einn meðlimur hópsins var að halda matarboð og langaði að búa til drykki fyrir gestina eftir matinn. Eftir langa íhugun um það hvaða drykk hann ætti að gera strandaði hann á verkefninu vegna þess að það var svo mikið sem hann þurfti að kaupa. Flestir kannast við fyrirtæki á borð við „Eldum rétt“ og „Einn tveir og elda“ en þau bjóða upp á þjónustu þar sem er hægt að panta sér mat fyrir vikuna sem kemur í kassa með öllum þeim hráefnum sem þú þarft í nákvæmlega réttu magni. Hugmyndin Drekkum rétt er ákveðið afsprengi af þessum fyrirtækjum fyrir utan það að þau sérhæfa sig í gerð kokteila. Þetta verður í formi vefsíðu með netverslun þar sem hægt er að velja úr miklu úrvali áfengra og óáfengra drykkja. Notendur skrá sig inn á síðuna og gefa þar upp allar helstu upplýsingar um sig ásamt afriti af persónuskilríkjum til þess að sanna að einstaklingurinn hafi náð 20 ára aldri, eftir það getur notandinn sett inn fyrir hversu marga hann er að panta og hvaða drykki hann vill bjóða upp á. Með pakkanum verða sendar ítarlegar leiðbeiningar með hverjum drykk þar sem auðvelt er að lesa og framkvæma hann, eina sem notandinn þarf að eiga eru klakar og kokteilsett sem að við að sjálfsögðu seljum hjá okkur. Hópinn skipa: Bjarnleifur Þór Þorkelsson, Davíð Arnar Jónsson, Eyþór Örn Ólafsson, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Leó Kristinn Þórisson og Tindur Snær Schram Umsögn dómnefndar: Þetta er skemmtileg hugmynd sem leysir ýmis vandamál fyrir skemmtanaglaða Íslendinga og dregur úr sóun. Hugmyndinni svipar til Eldum rétt, sem hefur markaðssett sig mjög vel og nýtist það hópnum vel til framtíðar.
Nýsköpun Mannauðsmál Háskólar Skóla - og menntamál Starfsframi Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01