Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 89-94 | Stjarnan kippti meisturunum niður á jörðina Andri Már Eggertsson skrifar 4. apríl 2023 21:30 Stjörnumenn fögnuðu sigrinum að leik loknum Vísir/Bára Dröfn Stjarnan sem tók síðasta farseðilinn í úrslitakeppnina vann Val afar óvænt í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Leikurinn var æsispennandi en Stjarnan var sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og kláraði Val á vítalínunni. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri 89-94. Armani Moore fékk góða fimmu frá GuteniusVísir/Bára Dröfn Meistararnir tóku frumkvæðið snemma og gerðu níu stig í röð og komust sjö stigum yfir 11-4. Valur spilaði afar öfluga vörn og það var gaman að fylgjast með Hjálmari Stefánssyni kljást við Niels Gutenius. Stjarnan gaf ekkert eftir heldur komst í betri takt við leikinn eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Bæði lið voru að setja niður þrista og fyrsti leikhluti var frábær skemmtun þar sem liðin gerðu fá mistök og töpuðu aðeins einum bolta. Gestirnir úr Garðabæ voru einu stigi yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar 24-25. Bertone og Callum Lawson í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Stjarnan byrjaði annan leikhluta af krafti og gerði fyrstu fimm stigin. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur síðan ekki verið sáttur með varnarleikinn þar sem hann setti Hjálmar og Callum inn á skömmu síðar. Eftir það var allt annað að sjá varnarleik Vals sem gerði Stjörnunni erfitt fyrir. Stjarnan endaði fyrri hálfleik afar vel þar sem gestirnir gerðu tíu stig í röð. Ástþór Atli Svalason bjargaði andliti Valsmanna með því að setja niður þrist og gerði þar með síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 47-50. Það var hart barist í Orgio-höllinniVísir/Bára Dröfn Armani T´bori Moore átti brösóttan fyrri hálfleik þar sem hann var að klikka mikið í kringum körfuna. Armani sýndi sparihliðarnar í upphafi seinni hálfleiks þar sem hann gerði átta stig á fjórum mínútum. Undir lok þriðja leikhluta var Stjarnan í miklu basli og hafði ekki gert stig í þrjár mínútur. Heimamenn gengu á lagið og gerðu átta stig í röð. Hlynur Bæringsson endaði þriðja leikhluta á ótrúlegri flautukörfu nánast frá eigin vítateig sem endaði beint ofan í. Stjarnan var því þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Hlynur Bæringsson gerði 15 stig og tók 11 fráköst í kvöldVísir/Bára Dröfn Stjarnan spilaði frábærlega framan af í fjórða leikhluta. Gestirnir voru níu stigum yfir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og með pálmann í höndunum. Það kom hins vegar mikið hik á Stjörnuna undir lokin og sóknarleikurinn var mjög einstaklingsmiðaður og Valur kom til baka. Stjarnan er 1-0 yfir í einvíginu gegn Val en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.Vísir/Bára Dröfn Stjarnan náði að klára Val á vítalínunni og gestirnir unnu á endanum fimm stiga sigur 89-94. Þetta var í fyrsta skipti síðan átta liða úrslitakeppni byrjaði árið 1995 þar sem áttunda sætið vinnur efsta liðið í töflunni í fyrsta leik. Þetta er í fyrsta skiptið frá því átta lið tóku fyrst þátt í úrslitakeppninni árið 1995 að lið nr. 8 í töflunni sigrar lið nr. 1 í fyrsta leik. #korfubolti— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) April 4, 2023 Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar gegn Val sem er eitt öflugasta varnarlið deildarinnar. Stjarnan gerði 25 stig í þremur af fjórum leikhlutum og Stjarnan átti sigurinn skilið. Það var klárlega vendipunkturinn þegar Hlynur Bæringsson endaði þriðja leikhluta á ótrúlegri flautukörfu fyrir aftan miðju. Þetta var mikil vítamínsprauta þar sem Stjarnan kom frábærlega inn í fjórða leikhluta og var níu stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Hverjir stóðu upp úr? Armani T´bori Moore var ekkert sérstakur í fyrri hálfleik þar sem hann var að klikka mikið nálægt körfunni en reif sig heldur betur í gang í seinni hálfleik. Armani endaði með 20 stig og tók afar mikilvægt sóknarfrákast undir lokin þegar Hlynur brenndi af tveimur vítum. Adama Kasper Darbo var allt í öllu hjá Stjörnunni. Darbo gerði 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Valsarar voru ólíkir sjálfum sér. Varnarleikur Vals var ekki góður þar sem Stjarnan komst oft auðveldlega að hringnum og gestirnir fengu einnig opin skot. Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann fyrir hjá Val en fyrir utan Callum Lawson þurfa allir að gera betur í næsta leik. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Umhyggju-höllinni klukkan 17:00 á föstudaginn langa. „Aldrei gott að lenda undir í einvígi en það er okkar að svara fyrir það“ Finnur Freyr Stefánsson að tala við sína menn gegn StjörnunniVísir/Bára Dröfn „Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir fimm stiga tap gegn Stjörnunni. „Stjörnumenn spiluðu mjög vel. Þeir voru beittir sóknarlega og við vorum skrefi á eftir allan leikinn sérstaklega varnarlega,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og hélt áfram. „Mér fannst við vera eftir á varnarlega. Við vorum að bregðast illa við og það var lítil orka hjá okkur. Við fengum á okkur 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Stjarnan kom okkur á óvart varnarlega en við verðum líka að spila betri vörn.“ Finnur sagði að varnarleikur Stjörnunnar hafi komið honum á óvart ásamt spilamennsku Armani Moore í seinni hálfleik. „Það kom á óvart hvernig Armani spilaði í byrjun þriðja leikhluta. Hann var búinn að hafa hægt um sig en við vitum að þetta er flottur leikmaður og við vissum að hann er góður í körfubolta. Það voru nánast allir í Stjörnunni sem gerðu okkur lífið leitt.“ Finnur var svekktur með hafa tapað fyrsta leik í einvíginu á heimavelli en ætlaði þó ekki að fara á taugum. „Nú eru þeir búnir að stela heimavallarréttinum og eru með yfirhöndina. Við þurfum að mæta klárir í Garðabæinn á föstudaginn. Það er aldrei gott að lenda undir í einvígi en þá er það okkar að svara fyrir það,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson brattur þrátt fyrir tap. Subway-deild karla Valur Stjarnan
Stjarnan sem tók síðasta farseðilinn í úrslitakeppnina vann Val afar óvænt í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Leikurinn var æsispennandi en Stjarnan var sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og kláraði Val á vítalínunni. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri 89-94. Armani Moore fékk góða fimmu frá GuteniusVísir/Bára Dröfn Meistararnir tóku frumkvæðið snemma og gerðu níu stig í röð og komust sjö stigum yfir 11-4. Valur spilaði afar öfluga vörn og það var gaman að fylgjast með Hjálmari Stefánssyni kljást við Niels Gutenius. Stjarnan gaf ekkert eftir heldur komst í betri takt við leikinn eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Bæði lið voru að setja niður þrista og fyrsti leikhluti var frábær skemmtun þar sem liðin gerðu fá mistök og töpuðu aðeins einum bolta. Gestirnir úr Garðabæ voru einu stigi yfir eftir fyrstu tíu mínúturnar 24-25. Bertone og Callum Lawson í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Stjarnan byrjaði annan leikhluta af krafti og gerði fyrstu fimm stigin. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur síðan ekki verið sáttur með varnarleikinn þar sem hann setti Hjálmar og Callum inn á skömmu síðar. Eftir það var allt annað að sjá varnarleik Vals sem gerði Stjörnunni erfitt fyrir. Stjarnan endaði fyrri hálfleik afar vel þar sem gestirnir gerðu tíu stig í röð. Ástþór Atli Svalason bjargaði andliti Valsmanna með því að setja niður þrist og gerði þar með síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 47-50. Það var hart barist í Orgio-höllinniVísir/Bára Dröfn Armani T´bori Moore átti brösóttan fyrri hálfleik þar sem hann var að klikka mikið í kringum körfuna. Armani sýndi sparihliðarnar í upphafi seinni hálfleiks þar sem hann gerði átta stig á fjórum mínútum. Undir lok þriðja leikhluta var Stjarnan í miklu basli og hafði ekki gert stig í þrjár mínútur. Heimamenn gengu á lagið og gerðu átta stig í röð. Hlynur Bæringsson endaði þriðja leikhluta á ótrúlegri flautukörfu nánast frá eigin vítateig sem endaði beint ofan í. Stjarnan var því þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Hlynur Bæringsson gerði 15 stig og tók 11 fráköst í kvöldVísir/Bára Dröfn Stjarnan spilaði frábærlega framan af í fjórða leikhluta. Gestirnir voru níu stigum yfir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og með pálmann í höndunum. Það kom hins vegar mikið hik á Stjörnuna undir lokin og sóknarleikurinn var mjög einstaklingsmiðaður og Valur kom til baka. Stjarnan er 1-0 yfir í einvíginu gegn Val en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.Vísir/Bára Dröfn Stjarnan náði að klára Val á vítalínunni og gestirnir unnu á endanum fimm stiga sigur 89-94. Þetta var í fyrsta skipti síðan átta liða úrslitakeppni byrjaði árið 1995 þar sem áttunda sætið vinnur efsta liðið í töflunni í fyrsta leik. Þetta er í fyrsta skiptið frá því átta lið tóku fyrst þátt í úrslitakeppninni árið 1995 að lið nr. 8 í töflunni sigrar lið nr. 1 í fyrsta leik. #korfubolti— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) April 4, 2023 Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar gegn Val sem er eitt öflugasta varnarlið deildarinnar. Stjarnan gerði 25 stig í þremur af fjórum leikhlutum og Stjarnan átti sigurinn skilið. Það var klárlega vendipunkturinn þegar Hlynur Bæringsson endaði þriðja leikhluta á ótrúlegri flautukörfu fyrir aftan miðju. Þetta var mikil vítamínsprauta þar sem Stjarnan kom frábærlega inn í fjórða leikhluta og var níu stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Hverjir stóðu upp úr? Armani T´bori Moore var ekkert sérstakur í fyrri hálfleik þar sem hann var að klikka mikið nálægt körfunni en reif sig heldur betur í gang í seinni hálfleik. Armani endaði með 20 stig og tók afar mikilvægt sóknarfrákast undir lokin þegar Hlynur brenndi af tveimur vítum. Adama Kasper Darbo var allt í öllu hjá Stjörnunni. Darbo gerði 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Valsarar voru ólíkir sjálfum sér. Varnarleikur Vals var ekki góður þar sem Stjarnan komst oft auðveldlega að hringnum og gestirnir fengu einnig opin skot. Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann fyrir hjá Val en fyrir utan Callum Lawson þurfa allir að gera betur í næsta leik. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Umhyggju-höllinni klukkan 17:00 á föstudaginn langa. „Aldrei gott að lenda undir í einvígi en það er okkar að svara fyrir það“ Finnur Freyr Stefánsson að tala við sína menn gegn StjörnunniVísir/Bára Dröfn „Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir fimm stiga tap gegn Stjörnunni. „Stjörnumenn spiluðu mjög vel. Þeir voru beittir sóknarlega og við vorum skrefi á eftir allan leikinn sérstaklega varnarlega,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og hélt áfram. „Mér fannst við vera eftir á varnarlega. Við vorum að bregðast illa við og það var lítil orka hjá okkur. Við fengum á okkur 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Stjarnan kom okkur á óvart varnarlega en við verðum líka að spila betri vörn.“ Finnur sagði að varnarleikur Stjörnunnar hafi komið honum á óvart ásamt spilamennsku Armani Moore í seinni hálfleik. „Það kom á óvart hvernig Armani spilaði í byrjun þriðja leikhluta. Hann var búinn að hafa hægt um sig en við vitum að þetta er flottur leikmaður og við vissum að hann er góður í körfubolta. Það voru nánast allir í Stjörnunni sem gerðu okkur lífið leitt.“ Finnur var svekktur með hafa tapað fyrsta leik í einvíginu á heimavelli en ætlaði þó ekki að fara á taugum. „Nú eru þeir búnir að stela heimavallarréttinum og eru með yfirhöndina. Við þurfum að mæta klárir í Garðabæinn á föstudaginn. Það er aldrei gott að lenda undir í einvígi en þá er það okkar að svara fyrir það,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson brattur þrátt fyrir tap.