Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 14:10 Mikið hefur snjóað á Austfjörðum síðustu daga. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær. Vísir/Sigurjón Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira