„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2023 23:46 Móðir Helgu Ingibjargar vaknaði er snjóflóðið kom inn um svefnherbergisglugga hennar í morgun. Aðsend/Stöð 2 Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent