Fótbolti

Annar sigur Serba og Svíar komnir á blað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Serbía er á góðu skriði.
Serbía er á góðu skriði. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC

Gott gengi Serbíu í undankeppninni EM 2024 í knattspyrnu heldur áfram með 2-0 útisigri á Svartfjallalandi. Þá vann Svíþjóð góðan 5-0 sigur á Aserbaísjan.

Serbía byrjaði undankeppnina á 2-0 sigri á Litáen og endurtók leikinn í Svartfjallalandi í kvöld. Staðan var markalaus allt fram á 78. mínútu þegar Dušan Vlahović braut ísinn.

Hann tvöfaldaði svo forystuna í uppbótartíma og gulltryggði sigur gestanna. Serbía er því í 1. sæti G-riðils eftir leiki kvöldsins.

Svíþjóð vann glæsilegan 5-0 sigur í kvöld. Emil Forsberg kom Svíum yfir í fyrri hálfleik. Bahlul Mustafazada varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 2-0.

Viktor Gyokeres, Jesper Karlsson og Anthony Elanga bættu við mörkum áður en flautað var til leiksloka, lokatölur 5-0.

Svíþjóð er í 3. sæti F-riðils á eftir Belgíu – sem vann Svía 3-0 í fyrstu umferð – og Austurríki sem vann 2-1 sigur á Eistlandi í kvöld. Austurríkismenn eru á toppi riðilsins á meðan Belgái er í 2. sæti eftir að hafa leikið aðeins einn leik til þessa.

Önnur úrslit

Ungverjaland 3-0 Búlgaría

Moldóva 0-0 Tékkland

Pólland 1-0 Albanía


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×