Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 16:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira