Jónatan: Við erum að falla á tíma Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 21:21 Víkingur - KA Olísdeild karla vetur 2021 - 2022 handbolti HSÍ Jónatan Magnússon Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“ Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira