Fullyrðir að Stiven sé á leið til Benfica: „Það verður bara að koma í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:21 Stiven skýtur að marki Göppingen í leik kvöldsins. Vísir/Diego Stiven Tobar Valencia, hornamaður Íslandsmeistara Vals, er á leið til portúgalska félagsins Benfica að yfirstandandi tímabili loknu ef marka má orð handboltasérfræðingsins Arnars Daða Arnarssonar. Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40