Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 19:45 Katrín Jakobsdóttir tekur undir með umboðsmanni Alingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla ef dómsmálaráðherra hefði tekið málið upp í ríkisstjórn áður en hann gaf út reglugerð um rafbyssurnar. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna. Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf vegna þess hvernig dómsmálaráðherra stóð að útgáfu reglugerðar sem heimilaði lögreglunni að nota rafbyssur við störf sín. En hann gaf reglugerðina út án þess að ræða málið fyrst í ríkisstjórn. Af bréfinu að skilja þætti umboðsmanni það betri stjórnsýsla ef það hefði verið gert. Dómsmálaráðherra ákvað upp á sitt eindæmi að heimila lögreglu að bera og beita rafbyssum.Vísir/Vilhelm „Það snýst ekki um að stjórnarskrá eða lög hafi verið brotin. Hins vegar að það sé eðlilegt aðferlarnir séu skýrir um það hvenær mál eiga erindi inn á borð ríkisstjórnar eða ekki,“ segir Katrín. Hver ráðherra meti það hverju sinni hvaða mál eigi erindi inn á borð ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir í raun undarlegt að ekki hafi komið upp fleiri ágreiningsmál af þessu tagi í því stjórnarmynstri sem nú sé við lýði.Stöð 2/Arnar „Og í þessu tilviki, og það er ekkert launungarmál, vorum við dómsmálaráðherra í raun og veru ekki sammála um hvort málið væri þeirrar stærðar að það ætti erindi inn á ríkisstjórnarborðið,“ segir forsætisráðherra. Að hennar mati hefði aftur á móti átt að leggja málið fyrir ríkisstjórn fyrst þótt ekki væri deilt um að dómsmálaráðherra hefði heimild til að gefa reglugerðina út. „Í raun og veru vil ég segja að það er merkilegt að slík mál hafi ekki oftar upp í því ríkisstjórnarsamstarfi sem núna er. Þar sem flokkarnir eru auðvitað með ólíka sýn og ráðherrar með ólíkar skoðanir. Þá er eiginlega merkilegt að það hafi ekki komið upp fleiri svona dæmi,“ segir Katrín. Umboðsmaður beini því til hennar að taka reglur um starfshætti ríkisstjórnar og siðareglur ráðherra til skoðunar til að koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp. Það verði skoðað. Ríkisstjórnin sé hins vegar ekki fjölskipað stjórnvald og heimildir hvers ráðherra því ríkar. „En það breytir því ekki að stjórnarráðslögin og stjórnarskráin mæla fyrir um að meiriháttar mál skuli ræða í ríkisstjórn. Þá skiptir auðvitað máli að við reynum að gera rammann um það eins skýran og mögulegt er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Klippa: Málefni löggæslunar þarf að ræða víða Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf vegna þess hvernig dómsmálaráðherra stóð að útgáfu reglugerðar sem heimilaði lögreglunni að nota rafbyssur við störf sín. En hann gaf reglugerðina út án þess að ræða málið fyrst í ríkisstjórn. Af bréfinu að skilja þætti umboðsmanni það betri stjórnsýsla ef það hefði verið gert. Dómsmálaráðherra ákvað upp á sitt eindæmi að heimila lögreglu að bera og beita rafbyssum.Vísir/Vilhelm „Það snýst ekki um að stjórnarskrá eða lög hafi verið brotin. Hins vegar að það sé eðlilegt aðferlarnir séu skýrir um það hvenær mál eiga erindi inn á borð ríkisstjórnar eða ekki,“ segir Katrín. Hver ráðherra meti það hverju sinni hvaða mál eigi erindi inn á borð ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir í raun undarlegt að ekki hafi komið upp fleiri ágreiningsmál af þessu tagi í því stjórnarmynstri sem nú sé við lýði.Stöð 2/Arnar „Og í þessu tilviki, og það er ekkert launungarmál, vorum við dómsmálaráðherra í raun og veru ekki sammála um hvort málið væri þeirrar stærðar að það ætti erindi inn á ríkisstjórnarborðið,“ segir forsætisráðherra. Að hennar mati hefði aftur á móti átt að leggja málið fyrir ríkisstjórn fyrst þótt ekki væri deilt um að dómsmálaráðherra hefði heimild til að gefa reglugerðina út. „Í raun og veru vil ég segja að það er merkilegt að slík mál hafi ekki oftar upp í því ríkisstjórnarsamstarfi sem núna er. Þar sem flokkarnir eru auðvitað með ólíka sýn og ráðherrar með ólíkar skoðanir. Þá er eiginlega merkilegt að það hafi ekki komið upp fleiri svona dæmi,“ segir Katrín. Umboðsmaður beini því til hennar að taka reglur um starfshætti ríkisstjórnar og siðareglur ráðherra til skoðunar til að koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp. Það verði skoðað. Ríkisstjórnin sé hins vegar ekki fjölskipað stjórnvald og heimildir hvers ráðherra því ríkar. „En það breytir því ekki að stjórnarráðslögin og stjórnarskráin mæla fyrir um að meiriháttar mál skuli ræða í ríkisstjórn. Þá skiptir auðvitað máli að við reynum að gera rammann um það eins skýran og mögulegt er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Klippa: Málefni löggæslunar þarf að ræða víða
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21
Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01