Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 11:48 Daníel E. Arnarsson. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni.
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent