Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:30 Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Loðnuveiðar Efnahagsmál Vinstri græn Sjávarútvegur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar